Google leiðbeiningar fyrir nemendur

Að vera með þitt námstæki alla daga gefur þér möguleika sem þú hafðir ekki áður til stuðnings, samstarfs og skapandi verkefna.

Leiðbeiningar

Chrome vafrinn

Google Chrome netvafrinn er hentugasta verkfærið til að nota með Google skólalausnum. Aðrir netvafrar geta opnað flest Google verkfæri en virkni þeirra gæti þá verið takmörkuð. Í Windows stýrikerfinu er Internet Explorer sjálfgefinn vafri svo allir tenglar sem notandi fær t.d. í tölvupósti í Outlook opnast þar nema farið sé inn í stillingar og þeim breytt.

Drifið, skýjageymslan (e. Drive)

Google drifið (e. Google Drive) er heimasvæði okkar innan Google skólaumhverfisins Hægt er að vista allt rafrænt efni á heimasvæðinu (skjöl, myndir, myndbönd, skyggnur ofl.) og deila með öðrum notendum

Allt sem unnið er í Google námsforritunum vistast sjálfkrafa á Drifinu. 

Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

Classroom - stafræna skólastofan

Stafræni skólinn. Kennari býr til skólastofur og býður ykkur aðgang. 

Inn í skólastofuna setur hann inn efni tengt námi ykkar; hlekki á námsefni, kennsluáætlanir, fyrirmæli og verkefnalýsingar, ítarefni, fræðslusíður, gagnvirkar síður, hlekki á myndskeið/þætti, skilahólf fyrir stafræn verkefni.

Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

Skjöl (e. Docs) - ritvinnsla

Forritið er í grunninn hefðbundið ritvinnsluforrit þar sem einnig er hægt að nýta raddinnslátt, þú talar í hljóðnema og forritið skrifar það sem þú segir. Einfalt er að þýða skjöl yfir á fjölda tungumála. Það býður upp á möguleika á samvinnu milli ykkar nemenda og með kennara ykkar í tengslum við textavinnslu, margir geta unnið í sama skjali.

Allar breytingar vistast jafnóðum, kennari hefur yfirsýn yfir það hver skrifar hvað og hægt að nálgast eldri útgáfur.

Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

Skyggnur (e. Slides) - kynningar, stílabækur/glósubækur/ferilbækur

Forritið hentar vel í að gera kynningar, en það hentar líka vel sem stílabók/glósubók/ferilbók. Hægt að setja inn texta, myndir, myndskeið, hljóðskrár og teikningar og margir geta unnið í sömu kynningu. Hægt að breyta stærð síðna yfir í A4 eða aðra stærð. Vinna í Skyggnum gefur góða yfirsýn því síðurnar sjást vinstra megin. 

Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

Gögn nemenda við grunnskólalok

Þegar nemendur yfirgefa grunnskóla Reykjavíkur er Google skólaaðgangi þeirra lokað og síðan eytt. Nemendur eru hvattir til að velja þau verkefni sem þeir vilja eiga og taka með sér. Þar sem Google for Education Plus kerfið er lokað er ekki hægt að flytja gögnin út úr kerfinu og inn á persónulegan Google reikning. 

Töflureiknir (e. Sheets)

Skýringarmynd með hlekkjum á kennslumyndskeið um grunnatriði í notkun á töflureikni. Þar má finna leiðbeiningar um hvernig má taka fyrstu skrefin í að láta nemendur nota töflureikni.

Vefsíðugerð (e. Sites)

Skýringarmynd með hlekkjum á kennslumyndskeið um grunnatriði í vefsíðugerð, eða gerð heimasvæðis í Google Svæði (e. Sites). 

Faggreinakennari gæti þarna haldið utan um ítarefni tengt sínu fagi, hlekki á góð kennslumyndskeið, síður o.fl. 

Nemendur geta safnað vinnu sinni á heimasvæði sem námsmöppur, fyrir áhugasviðsverkefni, hópur getur unnið verkefni þar o.fl.

Hvernig skrái ég mig inn í Google skólaumhverfið?

Allir nemendur í Reykjavíkurborg hafa aðgang að Google skólaumhverfinu með aðganginum @gskolar.is.

Hvað er Google Classroom?

Google Classroom er stafrænn skóli þar sem kennarar þínir bjóða þér í skólastofur sínar. Þar geta þeir sett inn námsefni, kennsluáætlun, ítarefni, hlekki á gagnlegar vefsíður og kennslumyndskeið. Þeir geta deilt með ykkur skjölum, sett inn fyrirmæli og búið til skilahólf fyrir ykkur.