Hugbúnaður í skólastarfi

Teikning af fólki að horfa á skjái.

Vanda þarf val og notkun á hugbúnaði fyrir skólastarf til að tryggja öryggi nemenda og gagna þeirra. 

Áður en stafræn tækni er tekin í notkun í skóla- og frístundastarfi fer fram viðamikið greiningarferli sem felur í sér meðal annars áhættumat, vinnslusamninga, mat á áhrifum á persónuvernd. Skólastjóri ber ábyrgð á notkun upplýsingatækni í sínum skóla og ber að fræða foreldra um samþykkta notkun kennslulausnar. 

 

 

 

Hugbúnaður í skólastarfi

Apple Classroom

Apple School Manager

BlazePod

BlazePod eru litlir snertiskynjarar með ljósum, þegar slegið er á þá slokknar ljósið. Skynjararnir eru tengdir við BlazePod smáforritið í spjaldtölvu með Bluetooth. Í forritinu er að finna fjölbreyttar æfingar og leiki, en einnig má búa til eigin leiki. Drægni skynjara er um 20 metrar og þeir eru vatnsheldir. Í hverjum kassa til útláns eru 6 skynjarar, en hægt er að tengja allt að 12 skynjara við sömu spjaldtölvu.

Nota má ljósin í fjölbreytta hreyfileiki til að efla þol, snerpu og samvinnu en einnig til að koma leik og hreyfingu inn í t.d. þjálfun orðaforða og í sögugerð. 

Dæmi um leiki með BlazePod:

  • Planki milli tveggja með fjögur ljós í röð á milli sín. A slæ á rauðu ljósin og B 
    á þau grænu í tiltekinn tíma. Sá sem slær á fleiri ljós vinnur. 
  • Dreifum ljósunum um rýmið og þau ,,eru flugur”. Börnin ,,eru froskar” og hoppa um og ,,borða flugurnar”.

- Leiðbeiningar um notkun

 

Hugbúnaðurinn hefur farið í gegnum áhættumat varðandi persónuvernd hjá Reykjavíkurborg, sjá nánar um persónuvernd og stafrænt skólastarf.

Book Creator iPad

Cricut fjölskeri

Cricut fjölskerinn er auðveldur í notkun og getur skorið fjölbreytt úrval efna svo sem pappír, pappa, vínyl, textíl efni, felt o.fl áreynslulaus og af nákvæmni. Með vélinni er einnig hægt að nota sérstaka penna til þess að teikna og skrifa út frá stafrænni skrá. 

Til þess að skera út í vélinni þarf hugbúnað sem heitir Cricut Design Space þar sem hægt er að hlaða inn SVG (vektor), JPG skrám. Einfalt er að búa til sínar eigin teikningar og fá út skurðarmynstur með örfáum smellum. 

Forritið er mjög notendavænt og er hægt að nota í bæði tölvum og spjaldtölvum, góðir möguleikar fyrir skapandi starf.

- Leiðbeiningar um notkun 

 

Hugbúnaðurinn hefur farið í gegnum áhættumat varðandi persónuvernd hjá Reykjavíkurborg, sjá nánar um persónuvernd og stafrænt skólastarf.

Google skólaumhverfið

 

Vinnsla persónuupplýsinga í Google skólaumhverfinu

Grunnskólar Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að vinna með tilteknar persónuupplýsingar nemenda í námsumhverfinu Google Workspace for Education Plus sem hluta af kennsluháttum skólanna.

Graphogame lestrarleikurinn

Lestrarleikurinn Graphogame er smáforrit sem hjálpar börnum og fullorðnum að læra undirstöðuatriði í lestri á íslensku. Leikurinn var upphaflega hannaður af finnskum læsisfræðingum með þarfir lesblindra í huga. Hann hefur verið þýddur og staðfærður á íslensku. 

Graphogame hentar vel til að kenna og þjálfa byrjendur í lestrarnámi. Til að ná tökum á hljóðum stafanna og læra að tengja hljóðin saman í orð þurfa börn að heyra hljóðin aftur og aftur. Endurtekningin er mikilvægur hluti af því ferli að verða vel læs og leikurinn veitir þá þjálfun, aðlagar verkefnin að persónulegri getu hvers og eins þannig að hver nemandi fær þá þjálfun sem á þarf að halda. Í ferlinu læra nemendur einnig að draga rétt til stafs og komast ekki áfram nema gera það rétt. Mælt er með 15 mínútna notkun daglega.  

Lestrarleikurinn er eitt af mest rannsökuðu námsforritum í Evrópu og komið hefur í ljós að eldri nemendur sem eru hæglæsir eða með lestrarvanda hafa náð miklum árangri með því að fara í gegnum leikinn, þá einkum þegar vandinn snýr að hljóðrænni úrvinnslu eða þá nemendur sem eru að læra hljóð íslenska stafrófsins.

Graphogame hefur farið í gegnum áhættumat varðandi persónuvernd hjá Reykjavíkurborg, sjá nánar um persónuvernd og stafrænt skólastarf, og er nú aðgengilegur í iPad-námstækjum fyrir nemendur borgarinnar.

Lego Spike Education

Puppet Pals 2

Stop Motion Studio Pro

Fyrirtækið safnar hvorki né vinnur persónuupplýsingar notanda. Ekki er þörf á innskráningu. Öll verkefni/gögn sem unnin eru í kennslulausninni vistast annað hvort á tæki notanda nema þegar unnið er í Chromebook þá vistast verkefni/gögn í Google Drive notanda.

Ath. ekki er heimilt að nota kennslulausnina ef nemendur eru innskráðir á iPad með Apple ID.

Viðamikið greiningarferli

Hjá Reykjavíkurborg er unnið samkvæmt ákveðnu verklagi og er hugbúnaður meðal annars metinn út frá:

 

  • Aldurstakmarki
  • Söfnun persónuupplýsinga
  • Hvort gögn eru vistuð innan eða utan Evrópu
  • Hvort auglýsingar eru tengdar notkun
  • Hvort hugbúnaðurinn safnar lýsigögnum og annálagögnum
  • Hvort hugbúnaðurinn býr til persónusnið sem nýtt er í markaðstilgangi
  • Hvernig gögnum og aðgöngum er eytt við lok náms eða þegar hætt er að nota hugbúnaðinn
  • Að hugbúnaðurinn standist kröfur um upplýsingaöryggi t.d. reglulegar uppfærslur

 

Sjá nánar um persónuvernd og stafrænt skólastarf

Teikning af kennara.