Námstæki
Skólarnir höfðu val um námstæki fyrir nemendur sína í 1:1 innleiðingarverkefninu. Fyrir valinu urðu Chromebækur og iPad spjaldtölvur.
Forsenda þess að nemendur fái að fara með tækin heim er að foreldrar/forsjáraðilar samþykki skilmála varðandi afnot. Nemendur teljast samþykkja skilmálana við fyrstu innskráningu.
Hvar get ég hlaðið tækið?
Nemandi ber ábyrgð á að koma með tækið hlaðið og tilbúið til vinnu á hverjum skóladegi fari hann með það heim. Það hefur reynst mörgum vel að vera með hleðslustöð heima þar sem tæki heimilisins eru hlaðin t.d. í borðstofunni, helst ekki í herbergi nemenda.
Hvað á að gera ef nemandi fer í annan skóla?
Við lok skólagöngu og ef nemandi hættir í skólanum skilar hann búnaðinum til skólans.
Er nemandi með tækið í jóla- og sumarfríinu?
Nemandi hefur búnaðinn að láni og hefur afnot af honum yfir skólaárið og skilar inn að vori, nema ef um annað er samið.
Hvað á að gera ef tækið bilar eða týnist?
Enginn ætlar að týna eða skemma, en slysin geta gerst. Hafðu strax samband við skólann ef eitthvað kemur fyrir tölvubúnað sem skólinn hefur útvegað þér. Foreldrar/forsjáraðilar þurfa ekki að bæta skaðann nema ef einhver skemmir viljandi.
Chromebækur
Chromebækur eru fartölvur með Chromium OS stýrikerfinu sem hægt er að skrá sig inn á með Google notandaaðgangi. Eingöngu er hægt að skrá sig inn með @gskolar.is notandaaðgangi á Chromebækur Reykjavíkurborgar.
Chromebók er tölva sem eingöngu er unnið á í skýjaþjónustu Google (Google Workspace) sem þýðir að nemendur geta unnið á tölvuna hvort sem er í skólanum eða heima. Nemendur fá Chromebók frá Lenovo, gerð 300e.
iPad
Ipad er spjaldtölva með iOS stýrikerfinu sem hægt er að skrá sig inn á með Apple ID. Bæði er hægt að vinna beint á spjaldið og í skýjaþjónustum eins og iCloud og Google Workspace.
Nemendur geta unnið á spjaldið hvort sem er í skólanum eða heima.
Umgengnisreglur
Í skilmálum um lán á tæki segir:
Nemandinn og foreldrar/forsjáraðilar bera ábyrgð á meðferð og notkun tækisins. Nemandi gæti þess að fara vel með búnaðinn og skila í góðu ástandi að lánstíma loknum.
Skólinn setur nemendum ákveðnar reglur um umgengni og ábyrga notkun í skólastarfinu og upplýsir foreldra um þá ábyrgð og skyldur sem fylgja notkun þess.
Hvað viltu skoða næst?
- Mixtúra Sköpunar- og tækniver SFS
- Starfsþróun Fræðsla í Mixtúru.
- Skapandi tækni Skapandi nám, skapandi skil
- Stafrænt nám Innleiðing námstækja 1:1.
- Starfsfólk Eitt skref í einu.
- Nemendur Vinnum saman.
- Foreldrar og forsjáraðilar.
- Stafræn borgaravitund Skynsemi, ábyrgð, vinsemd
- Persónuvernd og stafrænt skólastarf Með lögum skal net leggja.
- Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk ...
- Google leiðbeiningar fyrir nemendur A, B, C, D, E, F, Google..
- Kerfisstjórar Hefur þú prófað að endurræsa?