Starfsfólk
Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar starfar framsækið starfsfólk sem rýnir eigin starfsaðferðir, vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og tileinkar sér nýja starfs- og kennsluhætti.
Hér má finna hagnýtar upplýsingar um þjónustu, ráðgjöf, fræðslu, hugbúnað, persónuvernd og fleira.
Undir Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk finnur þú kennslumyndskeið, leiðbeiningar og gátlista um Google námsforritin.
Starfsþróun varðandi stafræna tækni
Kennsluráðgjafar Mixtúru, tækni- og sköpunarsmiðju SFS, eru til húsa á Menntavísindasviði við Stakkahlíð. Þeir bjóða upp á fræðslu, ráðgjöf og stuðning við notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Hægt er að panta fræðslu, vinnustofur og ráðgjöf á mixtura@reykjavik.is.
Gróskutengiliðir - Gróskuteymi
Í hverjum grunnskóla borgarinnar er einn aðili tengiliður skólans við innleiðingarverkefni Stafrænnar grósku og heldur utan um innleiðingu námstækja 1:1 í skólanum ásamt skólastjórnendum og Gróskuteymi skólans.
Leiðbeiningar - stuðningur
Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk
Google Workspace er stafræna skólaumhverfi SFS. Kerfið hefur verið nýtt í skólastarfi til fjölda ára bæði innanlands og erlendis. Því fylgja fjöldi námsforrita eins og Google Classroom þar sem kennarar búa til stafrænar kennslustofur fyrir nemendur.
Kerfið hefur verið áhættumetið og metið út frá áhrifum á persónuvernd í samstarfi við lögfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs (SFS), Nýsköpunarmiðju menntamála og persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Skólum er einungis heimilt að nota hugbúnaðinn í miðlægri uppsetningu SFS og upplýsingatæknideildar Reykjavíkur (UTR). Hver skóli gerir vinnslusamning við fyrirtækið. Öll gögn eru vistuð innan Evrópu.
Nám í Reykjavíkurborg stutt af neti
Veruleiki okkar breyttist skyndilega með Covid. Skólastarf í borginni byggðist á margvíslegri blöndu af staðnámi, heimanámi og námi í gegnum rafræna miðla. Nám með stuðning af neti snýst ekki um að yfirfæra hefðbundna skólaumhverfið inn í rafrænt umhverfi.
Síðan Nám stutt af neti var búin til með það að leiðarljósi að benda á ýmsar aðgengilegar leiðir og ráð sem styðja við samskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og heimila og tryggja börnum um leið öryggi og styðja við rútínu og nám
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur - stuðningur við starfsstaði borgarinnar
- Menntastefna Reykjavíkur - Látum draumana rætast
- Verkfærakista skóla- og frístundasviðs - verkefni frá starfsfólki borgarinnar
- Nýsköpunarmiðja menntamála
- Mixtúra - Sköpunar- og upplýsingatækniver SFS
- Búnaðarbanki skóla- og frístundasviðs - Fjölbreytt náms- og kennslugögn til útláns
- Miðja máls og læsis - MML
- Miðstöð útivistar og útináms - MÚÚ
- Alþjóðasamstarf og styrkir
- Jafnréttisskólinn
- Opinskátt um ofbeldi
- Vika 6 - sjötta vika hvers árs, stuðningur við fjölbreytta kynfræðslu
- Barnamenningarhátíð í Reykjavík
- Skrekkur - árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík
- Uppspretta - Fræðslutilboð fyrir skóla- og frístundastarf
- Rásin - hlaðvarp skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
- Frístundalæsi - til stuðnings starfsfólki frístundaheimila til að efla læsi barna
- Vefur um Leiðsagnarnám
- Foreldravefurinn
- Tungumál er gjöf
Upptökur frá vefvinnustofunum "Getting the most from your Chromebooks"
Í október og nóvember 2021 hélt fyrirtækið AppsEvents fjórar vefvinnustofur fyrir starfsfólk grunnskóla Reykjavíkurborgar. Hér fyrir neðan eru beinir hlekkir á upptökurnar. Athugið að upptökurnar eru á ensku.
- Sjá meira um Getting the most from your Chromebooks
- Sjá meira um Designing and Creativity with Chromebooks
- Sjá meira um Explorative Learning opportunities with Chromebooks
- Sjá meira um Using Google Workspace, Chromebooks and Cloud-based 3rd party tools to take learning anywhere
Stafræn borgaravitund
Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship) að vera stafrænn borgari, er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð. Samhliða innleiðingu námstækja 1:1 í skólum borgarinnar er mikilvægt að stuðla að ábyrgri netnotkun og stafrænni borgaravitund í öllu starfi með stafræna tækni.
Netöryggi og persónuvernd
Áður en hugbúnaður er tekinn í notkun í skóla- og frístundastarfi þarf að fara fram áhættumat á honum.
Svara þarf spurningum eins og: Hvaða gögn er unnið með? Hvar eru gögnin vistuð? Er hægt að eyða þeim? Eru auglýsingar tengdar notkun?
Stjórnendur starfsstaða bera ábyrgð á því að upplýsa foreldra um hvaða tækni er nýtt og hvernig hún er samþætt skólastarfinu.
Kerfisstjórar
Í flestum grunnskólum borgarinnar eru starfandi kerfisstjórar sem starfsfólk getur snúið sér til með vandamál. UTR starfar náið með og styður við daglegt starf kerfisstjóra.
Vinnur þú hjá Reykjavíkurborg og vantar aðstoð?
Ef þú nærð ekki í kerfisstjórann á þinni starfsstöð:
Sendu beiðni til utr@reykjavik.is
Síminn hjá UTR er: 411 1900
Það er mikilvægt að senda upplýsingar um símanúmer og starfsstöð þegar beiðni er send á UTR í tölvupósti.
Hvað viltu skoða næst?
- Mixtúra Sköpunar- og tækniver
- Starfsþróun Fræðsla í Mixtúru.
- Skapandi tækni Skapandi nám, skapandi skil
- Stafrænt nám Forsíðan
- Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk A, B, C, D, F, Google...
- Stafræn borgaravitund Skynsemi, ábyrgð, vinsemd
- Persónuvernd og stafrænt skólastarf Með lögum skal land byggja.
- Samþykktar kennslulausnir Það er leikur að læra
- Námstæki Blýantur, yddari, tölva...
- Nemendur Vinnum saman.
- Google leiðbeiningar fyrir nemendur A, B, C, D, F, Google...
- Kerfisstjórar Hefur þú prófað að endurræsa?
Mixtúra
Sköpunar- og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
Mixtúra er staðsett á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, í stofu K-101 í Kletti.
Opnunartími Búnaðarbankans:
Mánudagar frá kl. 13:30-15:00
Föstudagar frá kl. 9-11 og 13:30-15:00
Þú getur haft samband með tölvupósti: mixtura@reykjavik.is
Sími 411 7080