Stafrænt nám
Menntastefna Reykjavíkur leggur áherslu á að taka framtíðinni opnum örmum og nýta stafræna tækni til að auðga menntun og veita börnum fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar. Til að styðja við stafrænt nám eru allir nemendur í 5. til 10. bekk með eigið námstæki til afnota.
Hér finnur þú meðal annars upplýsingar um námstæki, hugbúnað, stafræna borgaravitund, persónuvernd og leiðbeiningar fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra til að styðja við stafrænt nám.
1:1 innleiðing á námstækjum
Stafræn gróska er umfangsmikið verkefni sem stendur yfir skólaárin 2021-2023 og snýr að hraðari innleiðingu stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða og þjónustu, starfsþróun og ráðgjöf, eflingu stafrænnar hæfni og markvissri, ábyrgri og framsækinni notkun tækni í skóla- og frístundastarfi í borginni.
Stafræn gróska
- byggir ofan á mikilvægt starf og skólaþróun síðustu ára og missera.
- stuðlar að framþróun náms, starfs- og kennsluhátta.
- tengist stafrænni umbreytingu í Græna planinu og menntastefnu Reykjavíkurborgar.
- leggur megin áherslu á fagmennsku og samstarf um barnið sem virkan þátttakanda.
- styður jöfn tækifæri og valdeflingu nemenda í gegnum tækni og sköpun.
- er tækifæri til að láta drauma sína rætast.
Hvað viltu skoða næst?
- Mixtúra Sköpunar- og tækniver SFS
- Starfsþróun Fræðsla í Mixtúru
- Skapandi tækni Skapandi nám, skapandi skil.
- Stafræn borgaravitund Skynsemi, ábyrgð, vinsemd
- Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk A, B, C, D, E, F, Google...
- Google leiðbeiningar fyrir nemendur A, B, C, D, E, F, Google...
- Námstæki Blýantur, yddari, tölva...
- Persónuvernd og stafrænt skólastarf Með lögum skal land byggja.
- Hugbúnaður í skólastarfi Það er leikur að læra.
- Kerfisstjórar Hefur þú prófað að endurræsa?
Mixtúra
Sköpunar- og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
Mixtúra er staðsett á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, í stofu K-101 og K-104 í Kletti.
Opnunartími Búnaðarbankans:
Mánudagar frá kl. 13:30-15:00
Föstudagar frá kl. 9-11 og 13:30-15:00
Þú getur haft samband með tölvupósti: mixtura@reykjavik.is
Sími 411 7080
Hvers vegna eigið námstæki
Verkefnið Stafræn gróska var umfangsmikið verkefni til hraðari innleiðingar stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða og þjónustu, starfsþróun og ráðgjöf, eflingu stafrænnar hæfni og markvissri, ábyrgri og framsækinni notkun tækni í skóla- og frístundastarfi í borginni.
Stafræn gróska byggir ofan á mikilvægt starf og skólaþróun síðustu ára og missera, stuðlar að framþróun náms, starfs- og kennsluhátta með megin áherslu á fagmennsku og samstarf um barnið sem virkan þátttakanda. 1:1 námstæki styður jöfn tækifæri og valdeflingu nemenda í gegnum tækni og sköpun.