Hamrar

Leikskóli 

Hamravík 12
112 Reykjavík

Leikkastali og lítið hús á útisvæði leikskólans Ness

Um leikskólann

Opnunartími er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Hamrar tók formlega til starfa 20. febrúar 2001. Hann stendur í miðju Víkurhverfi og er fjaran því í næsta nágrenni og góðar gönguleiðir um hverfið sem eru vel nýttar. Fjórar deildir eru á leikskólanum sem  heita Álfaberg, Dvergasteinn, Hulduhóll og Tröllabjarg. Börn á leikskólanum eru um 85 talsins.

Leikskólastjóri er Erna Jónsdóttir

 

Hugmyndafræði

Einkunnarorð leikskólans eru jákvæðni, virðing og samvinna

 

Aðalnámskrá leikskóla byggir á hugmyndafræði kennismiða á borð við Piaget, Dewey, Vitgotsky og Bateson. Leikskólinn Nes starfar í þessum anda og leggur jafnframt sérstaka áherslu á leikinn og bernskulæsi. Leikurinn er meginnámsleið barnanna og því aðalmarkmið leikskólans. Eðlilegt tjáningarform barna er frjáls og sjálfssprottinn leikur og er hann undirstaða allra þátta leikskólans. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf leikskólans Hamra? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun fyrir árið 2022-2023 er í vinnslu

Hvað er framundan í Hömrum? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Hömrum? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Barn í bleikum galla í fjöru

Miðstöð Hamra

Leikskólinn Hamrar tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Myndir frá Hömrum