Hagaborg

Leikskóli með ungbarnadeild

Fornhagi 8
107 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Hagaborgar er frá 7:30 til 17:00

Hagaborg á sér einstaka sögu. Húsið var byggt af Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1960 sem dagheimili en hefur gengt ýmsum tilgangi síðan. Árið 1997 keypti Reykjavíkurborg húsið af Sumargjöf og eftir miklar endurbætur 1999-2000 opnaði leikskólinn í öllu húsnæðinu. Útisvæðið við leikskólann er rúmgott og gefur ágætt svigrúm til fjölbreyttra leikja. Staðsetning Hagaborgar er einnig góð með tilliti til útivistar enda er Ægisíðan nánast í bakgarðinum. Í dag er Hagaborg fimm deilda leikskóli og dvelja þar að jafnaði 97 börn samtímis. Deildirnar heita Álfaland, Krílaland, Putaland, Fiskaland og Fuglaland og starfa að jafnaði 38 starfsmenn hjá Hagaborg.

Leikskólastjóri er Erna Guðlaugsdóttir  

Aðstoðarleikskólastjóri er Bryndís Hanna Hreinsdóttir

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Gildi Hagaborgar eru vinátta, virðing og hugrekki

 

Hagaborg notast við hugmyndafræði John Dewey sem lagði áherslu á uppgötvunarnám barna og nauðsyn skapandi hugsunar. Þrjár hugmyndir Dewey eru leikskólastarfinu vegvísir: að börn læri með því að aðhafast (learning by doing), að markmið náms sé að gera börn áhugasöm um leitina að vitneskju og að kjarni lýðræðis liggi í einstaklingsbundnum viðhorfum til daglegrar samvinnu fólks. Hreyfing og læsi eru einnig veigamiklir áhersluþættir í starfi Hagaborgar og er notast við aðferðir "Leikur að læra" þar sem öll kennsla er hugsuð út frá þörfum barna til að leika, hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hagaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Hagaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Hagaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Hagaborgar

Leikskólinn Hagaborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Hagaborgar er: Ísold E. Davíðsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​