Hagaborg

Leikskóli með ungbarnadeild

Fornhagi 8
107 Reykjavík

""

Um leikskólann

Hagaborg er rótgróinn leikskóli sem starfar í fimm deildum. Þar dvelja að jafnaði um 100 börn á aldrinum 1-6 ára.  Áhersla er á hreyfingu, málrækt og frjálsan leik sem einu gagnbestu leiðina til þekkingar og alhliða þroska. Leikskólinn er opinn til kl. 17.00. 

Leikskólastjóri er Erna Guðlaugsdóttir  

*Athugið að áætlaðar dagsetningar um verklok geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda.  Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.

Framkvæmdir

Til stendur að reisa nýja deild við Hagaborg . Hún mun rúma 30 börn til viðbótar. Stefnt er að því að starfsemi í viðbótarhúsnæði hefjist á árinu 2022. Þær framkvæmdir eru liður í áætluninni Brúum bilið sem miðar að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. 

Strákar að perla