Funaborg
Leikskóli
Funafold 42
112 Reykjavík
Um leikskólann
Leikskólinn Funaborg er þriggja deilda leikskóli þar sem 58 börn dvelja að jafnaði. Deildirnar heita Fagrabrekka, Helgustekkur og Guddumói. Leikskólinn starfar í tveimur húsum en þar á meðal er nýtt skógarhús sem tekið var í notkun í janúar 2022. Á Funaborg starfa um 20 manns.
Leikskólastjóri er Agnes Jónsdóttir
Viltu vita meira?
Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans.
Hugmyndafræði
Leiðarljós Funaborgar er „Í hvert sinn þú gerir eitthvað fyrir barnið sem það hefði sjálft getað gert, heldur þú aftur af þroska þess.“
Í Funaborg trúum við að barnið sé hæfur einstaklingur sem getur, skilur, kann og vill. Í félagslegri tengingu við jafningja sína, kennara, foreldra, nærumhverfi sitt og stærra samfélagið verði barnið sterkara, hafi trú á eigin getu og öðlist kjark og þor til að leysa úr eigin vandamálum og flóknum samskiptamynstrum.
Leikskólastarf
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Funaborg? Í starfsáætlun Funaborgar finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Skólanámskrá Funaborgar er í vinnslu
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Funaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.
Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Miðstöð Funaborgar
Leikskólinn Funaborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.
Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Tengiliður Funaborgar er: Edda Sigrún Svavarsdóttir
Framkvæmdir
Nýtt skógarhús er viðbót við Funaborg og var það tekið í notkun í janúar 2022. Það rúmar 24 börn og dvelja elstu leikskólabörnin þar. Skógarhúsið er liður í verkefnaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Jafnframt stendur til að reisa nýja viðbyggingu við skólann sem rúma mun 60 börn til viðbótar. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin fyrir leikskólastarf sumarið 2026.
Myndir frá Funaborg
Hvað viltu skoða næst?
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í borginni
- Leikskólar Kynntu þér leikskólastarfið í borginni
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast Viltu vita meira um Menntastefnu Reykjavíkur?
- Farsældarþjónusta Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna