Engjaborg
Leikskóli með ungbarnadeild
Reyrengi 11
112 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Engjaborg tók til starfa árið 1994 í Grafarvogi. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Þar dvelja að jafnaði um 70 börn á fjórum deildum. Yngstu börnin eru á Suðurengi, svo fara þau á Austurengi, þá á Norðurengi og elstu börnin eru á Vesturengi. Starfsmenn Engjaborgar eru um 20.
Leikskólastjóri er Pála Pálsdóttir
Leikskólinn Engjaborg
Viltu vita meira um Engjaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið
Hugmyndafræði
Gildi Engjaborgar eru vellíðan, virðing og sköpun
Í Engjaborg er lögð áhersla á nám og velferð barna þar sem allir eru mikilvægir og hafa sömu réttindi. Námið fer fram í gegnum leikinn og lögð er áhersla á virkni og þátttöku allra, skapandi hugsun og frjálsan leik þar sem verkefni dagsins ráðast af áhugasviði og styrkleikum barnanna hverju sinni. Uppeldisstefna Engjaborgar byggir á félagslegri hugsmíðahyggju þar sem horft er á virkni barna í námi sínu. Uppeldisstefna leikskólans er jafnframt undir áhrifum hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem litið er á börnin sem hæfileikarík og virk.

Leikskólastarf
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Engjaborg? Í starfsáætlun Engjaborgar finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Engjaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. Endanleg skólanámskrá Engjaborgar er í vinnslu en hér má sjá drög að henni.
Leikskóladagatal
Hvenær eru starfsdagar í Engjaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Engjaborgar
Leikskólinn Engjaborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í borginni
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Viltu vita meira um Menntastefnu Reykjavíkur?