Bakkaborg

Leikskóli með ungbarnadeild

Blöndubakki 2–4
109 Reykjavík

""

Um Bakkaborg

Leikskólinn Bakkaborg er 5 deilda leikskóli. Deildirnar heita Bakki, Álfhóll, Dvergasteinn, Trölladyngja og Skessuból.  Í Bakkaborg er pláss fyrir 101 barn og þar starfa 36 starfsmenn. Gleði, vinátta, virðing er leiðarljós Bakkaborgar.

Leikskólastýra er Ágústa Amalía Friðriksdóttir

Hugmyndafræði

Unnið er eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem stuðlar að því að byggja upp innri hvata einstaklinganna til að vera góðir og gefandi einstaklingar í sátt við umhverfi sitt.

Teikinga af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður

Starfsáætlun og skólanámsskrá

Hér má finna hlekki á skólanámsskrá Bakkaborgar ásamt  starfsáætlun fyrir skólaárið 2021-2022. Þar er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um starfsemi Bakkaborgar.

 

Strákar að perla