Bakkaborg Preschool

Preschool with a Nursery Division

Blondubakki 2–4
109 Reykjavik

""

Um Bakkaborg

 Opnunartími Bakkaborgar er frá 7:30 til 17:00

Leikskólinn Bakkaborg tók formlega til starfa 1. desember 1972. Hann er staðsettur í blönduðu íbúðarhverfi í neðra Breiðholti og er einn af borgarreknu leikskólum Reykjavíkurborgar. Starfsmenn eru 36. Bakkaborg er aldursskiptur, fimm deilda leikskóli og dvelja þar um 100 börn samtímis. Deildirnar kallast: Bakki, Álfhóll, Dvergasteinn, Trölladyngja og Skessuból.

Leikskólastýra er Ágústa Amalía Friðriksdóttir

 

Leikskólinn Bakkaborg

Erla Stefánsdóttir og Antonía Lárusdóttir unnu myndbandið fyrir skóla- og frístundarsvið Reykjavíkur. 

Hugmyndafræði

Gleði, vinátta og virðing eru leiðarljós Bakkaborgar.

 

Unnið er eftir uppeldisstefnunni 'Uppeldi til ábyrgðar' sem stuðlar að því að byggja upp innri hvata barnanna til að verða góðir og gefandi einstaklingar í sátt við umhverfi sitt. Viðurkennt er að allir geta gert mistök og tækifæri gefið til að leiðrétta þau eftir bestu getu. Uppbyggingarstefnan er ekki einungis leiðarvísir að gefandi samskiptum barnanna heldur einnig starfsmannanna. 

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Þjónustumiðstöð Bakkaborgar

Leikskólinn Bakkaborg tilheyrir Suðurmiðstöð. Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. 

Foreldrasamstarf

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af nemendum og foreldrum á leið í vetrarfrí

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hér er starfsáætlun Bakkaborgar fyrir 2022-2022. Þar má finna innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár ásamt umbótaáætlun, leikskóladagatali og fleira.

Skólanámskrá

Hér má finna ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræði leikskólans og daglegt starf.