Árborg

Um leikskólann

Opnunartími Árborgar er frá 7:30 til 17:00

Árborg er þriggja deilda leikskóli fyrir börn frá 16 mánaða til sex ára sem rúmar um 60 börn samtímis. Bláaland og Rauðaland eru fyrir eldri börnin en Grænalandi fyrir þau yngri. Leikskólinn er staðsettur í jaðri Elliðaárdalsins sem býður upp á aðstöðu til útivistar og náttúruskoðunar. Stór lóð er einnig umhverfis leikskólann sem var endurbyggð á árunum 2012 og 2013. Opnunartími Árborgar er frá 7:30 til 17:00

Leikskólastjóri er Sigríður Valdimarsdóttir

 

Framkvæmdir

Framkvæmdir standa yfir á leikskólanum Árborg og er hann tímabundið staðsettur í Selásskóla. Áætlað er að framkvæmdum ljúki veturinn 2023/2024.

Leikskólinn Árborg

Viltu vita meira um Árborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Árborgar eru traust, samvinna, lífsgleði og nám

 

Faglegt starf Árborgar styðst í meginatriðum við kenningar fræðimannanna John Dewey, Lev S. Vygotsky og Howard Gardner. Markmið með uppeldisstarfinu er að efla alhliða þroska barnsins þ.e líkams- og hreyfiþroska, tilfinningaþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, málþroska, sköpunarhæfni og siðgæðisvitund. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Árborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Ný starfsáætlun fyrir Árborg er í vinnslu

Hvað er framundan í Árborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Leiktæki á lóð leikskólans Árborgar

Miðstöð Árborgar

Leikskólinn Árborg tilheyrir Austurmiðstöð. Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar.

Myndir frá Árborg