Starfsleyfi og skráningar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sér um útgáfu starfsleyfa fyrir starfsleyfisskyldan atvinnurekstur og staðfestir skráningar samkvæmt lögum og reglugerðum um hollustuhætti, mengunarvarnir og matvæli.

 

Starfsleyfi eða skráning?

Hvað er starfsleyfisskylt og hvað er skráningarskylt?

Starfsleyfi

Skráning

Áður en sótt er um

Eitt af skilyrðum fyrir skráningu og útgáfu starfsleyfis er að starfsemin sé í samræmi við skipulag og að húsnæðið sé samþykkt af byggingafulltrúa fyrir viðkomandi starfsemi.

Umsókn um starfsleyfi og skráning á starfsemi

Rekstraraðila ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eða skrá starfsemi sína á island.is áður en starfsemi hefst.

Ferli umsóknar/skráningar

Heilbrigðiseftirlitið setur innkomnar umsóknir og skráningar í vinnslu samkvæmt verkferli. Umsóknin er lögð fyrir afgreiðslufund til samþykktar. Að fundi loknum er umsækjanda tilkynnt um afgreiðslu málsins og reikningur sendur í heimabanka. Afgreiðslufundir eru að jafnaði haldnir vikulega á þriðjudögum.

 

Gjaldskrá

Innheimt er gjald fyrir gerð starfsleyfis/staðfestingu auk gjalda fyrir heilbrigðiseftirlit. 

 

Upplýsingar um gjöld er að finna í gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavíkurborg.

Auglýsingar - starfsleyfistillögur vegna mengandi starfsemi

Umsóknir vegna mengandi starfsemi samkvæmt reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit eru settar í vinnslu og í framhaldinu auglýstar í 4 vikur sbr ákvæði í reglugerðinni.

Hvernig fæ ég útgefið starfsleyfi eða staðfestingu á skráningu?

Starfsleyfi tekur gildi og skráning er staðfest þegar reikningur hefur verið greiddur. Leyfisbréfið er sent til leyfishafa. Óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda/skráningarskylda starfsemi fyrr en leyfið/staðfesting hefur tekið gildi. 

Gildistími starfsleyfa fyrir starfsemi sem er starfsleyfisskyld eingöngu samkvæmt matvælalöggjöfinni er ótímabundinn en önnur starfsleyfi eru gefin út til 12 ára. Einnig eru gefin út tímabundin starfsleyfi eins og til dæmis fyrir útihátíðir og markaði. 
Staðfestar skráningar eru ótímabundnar.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Hægt er að senda fyrirspurnir, ábendingar og kvartanir í gegnum form á Mínum síðum.