Auglýsing starfsleyfa

Teikning af fólki við störf í skapandi þorpi í Gufunesi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur auglýsir móttöku umsókna um starfsleyfi, tillögu að starfsleyfi og útgáfu starfsleyfa fyrir mengandi starfsemi.

Auglýsingar

Eftirfarandi  eru mótteknar umsóknir um starfsleyfi, tillögur að starfsleyfi og útgefin starfsleyfi.

Auglýsingar vegna starfsleyfa

Auglýsa þarf tillögu að starfsleyfi í í fjórar vikur á vefsvæði Heilbrigðiseftirlitsins. Á auglýsingatíma má hver sem vill senda efnislegar athugasemdir við tillöguna á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is.

Í auglýsingu er birt tillaga að starfsleyfisskilyrðum og fylgigögn eins og við á hverju sinni. Á meðan á auglýsingatíma stendur má hver sem vill koma með athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir óskast sendar skriflega á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is eða til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur ákvörðun um útgáfu starfsleyfis innan fjögurra vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir við tillögu rennur út. Umsækjandi og þeir sem gerðu athugasemdir geta krafist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni en einnig er heimilt að kæra ákvörðun um útgáfu starfsleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.