Leyfisveitingar hjá Umhverfiseftirliti

Umhverfiseftirlitið sér um útgáfu starfsleyfa og staðfestir skráningar til fyrirtækja og stofnana sem veita almenningi þjónustu eða eru mengandi.

Starfsleyfi

Almennt gilda starfsleyfi í 12 ár en starfsleyfi fyrir tímabundinn atvinnurekstur er gefinn út til styttri tíma.

Vakin er athygli á því að óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis og nauðsynleg forsenda fyrir útgáfu starfsleyfis er að starfsemin sé í samræmi við skipulag og notkun húsnæðis hafi verið samþykkt af byggingarfulltrúa.

Starfsleyfi sem gefin eru út samkvæmt reglugerð 550/2018 fyrir mengandi starfsemi þarf að auglýsa í 4 vikur.

Mengandi starfsemi

Umhverfiseftirlitið sér um útgáfu starfsleyfa til fyrirtækja í atvinnurekstri sem getur haft í för með sér mengun samkvæmt viðauka IV í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. 

Rekstraraðila ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur áður en starfsemi hefst.

Skráningarskyldur rekstur

Reglugerð um skráningar hefur tekið gildi. 

Með gildistökunni eru 47 flokkar af starfsemi skráningarskyldir sbr. viðauka í reglugerðinni. Skrá skal slíka starfsemi á www.island.is áður en starfsemi hefst. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sér um úttekt og staðfestir skráningar.

Undanþága

Umhverfis- orku, og loftslagsráðherra er heimilt að veita undanþágu frá einstökum greinum reglugerða sbr. 41. gr. nr. 7/1998 og 74. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002, eftir atvikum að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar og Umhverfisstofnunar.

Bráðabirgðaheimild

Samkvæmt 7. gr. a. laga nr. 7/1998 er Umhverfisstofnun heimilt í sérstökum undantekningartilvikum, þegar brýn þörf er á að hefja eða halda áfram starfsemi, að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að hans beiðni fyrir starfseminni. Umhverfisstofnun skal eftir atvikum leita umsagnar hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar og annarra aðila eftir því sem við á.  

Skilyrði fyrir því að unnt sé að óska eftir bráðabirgðaheimild er að fullnægjandi umsókn liggi fyrir hjá útgefanda starfsleyfis.  

Nánari upplýsingar um umsókn, auglýsinga- og afgreiðslufrest er að finna í greininni.

Tóbakssöluleyfi

Allir sem selja tóbak í smásölu skulu hafa gilt tóbakssöluleyfi útgefið af heilbrigðisnefnd.

Sóttvarnarvottorð

Umhverfiseftirlit sér um útgáfu sóttvarnavottorða/sóttvarnaundanþágur fyrir skip samkvæmt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO. Slík vottorð þurfa öll skip sem eru í millilandasiglingum og gilda vottorðin að hámarki í 6 mánuði.

Umsækjendum er beint á að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið og óska eftir skipaskoðun og vottorði. Greiða þarf vottorðsgjald ásamt gjaldi fyrir eftirlit sem er breytilegt eftir umfangi eftirlits.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

  • Borgartún 12, 105 Reykjavík
  • Þjónustuver 411 1111