Byggingarfulltrúi

Lögbundið hlutverk byggingarfulltrúa er að hafa umsýslu og eftirlit með mannvirkjagerð í borginni. Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt borgarstjórnar um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa.

Hafa samband

Haft er samband við byggingarfulltrúa með því að senda tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is. Vinsamlegast setjið „Berist til byggingarfulltrúa“ í efni tölvupóstsins og gætið þess að pósturinn innihaldi heimilisfangi og/eða málsnúmer eftir því sem við á.

 

Umsókn um byggingarleyfi

Rafræn umsókn um byggingarleyfi fer fram í gegnum umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Þar getur þú fyllt út umsóknina rafrænt og hlaðið upp fylgiskjölum. Frá og með 1. mars 2024 mun byggingarfulltrúi ekki taka við nýjum umsóknum um byggingarleyfi á pappír.

Aðrar umsóknir

Unnið er að því að setja umsókn um stöðuleyfi og tilkynntar framkvæmdir á Mínar síður borgarinnar. Þangað til er sótt um stöðuleyfi og framkvæmdir tilkynntar á pappír og skilað inn í þjónustuver Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14.

Teikningar

Aðaluppdrættir og séruppdrættir af húsum má nálgast á teikningavef Reykjavíkurborgar.

Starfsemi byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt borgarstjórnar um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa. 

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að? 

 

Haft er samband við byggingarfulltrúa með því að senda tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is. Vinsamlegast setjið „Berist til byggingarfulltrúa“ í efni tölvupóstsins og gætið þess að pósturinn innihaldi heimilisfangi og/eða málsnúmer eftir því sem við á.

Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is