Byggingarfulltrúi

Byggingarfulltrúi sér um útgáfu byggingarleyfa í Reykjavík. Hér finnur þú upplýsingar um símatíma og aðra starfsemi embættisins og getur bókað símtal hjá arkitektum byggingarfulltrúa.
Síma- og viðtalstímar
Símatími byggingarfulltrúa hjá öðrum en arkitektum er alla virka daga frá kl. 8:30–9:30 og kl. 11:00–12:00. Þar getur þú bókað viðtal og fengið upplýsingar um byggingarleyfi, úttektir, eignaskiptayfirlýsingar og fasteignaskráningar.
Umsókn um byggingarleyfi
Rafræn umsókn um byggingarleyfi fer fram í gegnum umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Þar getur þú fyllt út umsóknina rafrænt og hlaðið upp fylgiskjölum.
Byggingarteikningar
Alla aðaluppdrætti af húsum má nálgast á teikningavef Reykjavíkurborgar. Hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14 eru teikningar fáanlegar í fullri stærð.
Starfsemi byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt borgarstjórnar um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi er með vottað gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ISO 9001:2015.
Getum við aðstoðað?
Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að?
- Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfang byggingarfulltrúa: byggingarfulltrui@reykjavik.is
- Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is
Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfang byggingarfulltrúa: byggingarfulltrui@reykjavik.is