Stakkaborg

Leikskóli með ungbarnadeild

Bólstaðarhlíð 38
105 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Stakkaborgar er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Stakkaborg hóf starfsemi sína í janúar 1983. Á leikskólanum dvelja samtímis um 70 börn. Á Sjónarhóli eru yngstu börnin (1-2 ára) og eru þau með sér útisvæði, á Undralandi er miðhópurinn (2-3 ára) og á Kattholti eru elstu börnin (3-5 ára). Starfsmenn eru 23 talsins.

Leikskólastjóri er Jónína Einarsdóttir

 

Leikskólinn Stakkaborg

Viltu vita meira um Stakkaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

 

Hugmyndafræði

Einkunnarorð Stakkaborgar eru gleði, hreyfing og vinátta

 

Hugmyndafræði leikskólans byggir meðal annars á kenningum John Dewey en í hans fræðum er lögð mikil áhersla á að barnið uppgötvi og læri af eigin reynslu, sé virkt og skapandi í leikjum sínum. Á Stakkaborg eru börnin virkjuð í hreyfingu m.a. með daglegri útivist og skipulagðri hreyfingu, yngstu börnin í salnum í leikskólanum og þau eldri í íþróttatíma í sal íþróttahúss Háteigsskóla. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Stakkaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Stakkaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar á Stakkaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Stakkaborgar

Leikskólinn Stakkaborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Myndir frá Stakkaborg