Sundlaugar

Það er fátt betra en útivera og hreyfing þegar kemur að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu - og svo er ekki margt sem jafnast á við það að flatmaga í heitum potti! Frítt er í sundlaugar í Reykjavík fyrir 67 ára og eldri. Nánari upplýsingar um sundlaugar borgarinnar getur þú nálgast hér að neðan.
Frá og með 1. ágúst 2022 verður frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla, það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára.
Inneignir á 6 og 12 mánaða kortum og 10 skipta kortum verða endurgreiddar eða færðar inná önnur kort innan fjölskyldu. Ef kort er skráð ekki á kennitölu þarf fyrst að koma við í afgreiðslu sundlauga og láta skrá það á kennitölu. Athugið að hver skráning gildir fyrir eitt kort.
Afgreiðslutími sundlauga
Almennir afgreiðslutímar sundlauga eiga við flesta daga ársins. Á jólum, páskum og öðrum almennum frídögum eru afgreiðslutímar aðrir og breytilegir eftir sundlaugum.
Hvað kostar í sund?
Börn (0-16* ára) Frítt
Ungmenni (16*-17 ára) - 195 kr.
Fullorðnir (18 ára og eldri) - 1.210 kr.
Eldri borgarar 67 ára og eldri - Frítt
*Miðað er við 1. ágúst afmælisárið

Sundlaugar á korti