Grunnskólar

Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða sex ára og eru þá skólaskyld. Þau fá úthlutað plássi í sínum hverfisskóla og forsjáraðili þarf að staðfesta innritun rafrænt.
Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?
Skólamatur
Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Skólavist í öðru sveitarfélagi
Þú getur sótt um að barnið þitt fari í skóla í öðru sveitarfélagi þótt það eigi lögheimili í Reykjavík. Sækja þarf um það fyrir 1. apríl ár hvert.
Að skipta um grunnskóla
Í Reykjavík er val um grunnskóla en ef takmarka þarf fjölda nemenda í einstaka skólum eiga nemendur forgang að sínum hverfisskóla.