Sólborg

Leikskóli

Vesturhlíð 1
105 Reykjavík

Leikskólinn Sólborg. Séð frá leiksvæði með fuglahúsum og leiktækjum

Um leikskólann

Opnunartími Sólborgar er frá 07:45 til 16:30

Leikskólinn Sólborg er fjögurra deilda leikskóli sem staðsettur er í tveimur húsum. Börnin eru 75 talsins og skiptast á fjórar stofur: Reynistofu, Víðistofu (táknmálsdeild), Furustofu og Birkistofu. Starfsmenn á Sólborg eru 35. Leikskólinn Sólborg hefur sérhæft sig í að mæta þörfum barna með heyrnarskerðingu, heyrnarleysi og börnum sem hafa farið í kuðungsígræðslu.

Leikskólastjóri er Guðrún Jóna Thorarensen

Aðstoðarleikskólastjóri er Margrét Gígja Þórðardóttir

Símanúmer deilda: 

  • Birkistofa     664-9009
  • Furustofa     664-9018
  • Reynistofa   664-9011
  • Víðistofa      664-9017

 

Leikskólinn Sólborg

Viltu vita meira um Sólborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Ráðgjafarskóli

Leikskólinn Sólborg er ráðgjafarskóli vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra barna

Sólborg er sá leikskóli, sem hefur sérhæft sig í að mæta þörfum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands kynna þessa ráðgjöf fyrir foreldrum barnanna þegar heyrnarskerðing uppgötvast. 

Hugmyndafræði

Einkunnarorð Sólborgar eru virðing, leikni og samvinna

Sólborg er skóli án aðgreiningar þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þátttöku og hlutdeildar allra í samfélaginu, aðgreiningu hafnað og hvatt til og komið með hugmyndir um hvernig skapa eigi sameiginlegt námsumhverfi fyrir alla, saman. Leikskólinn Sólborg hefur sérhæft sig í að mæta þörfum barna með heyrnarskerðingu, heyrnarleysi og börnum sem hafa farið í kuðungsígræðslu. Hugmyndafræðin byggir á því að nám fer fram á íslensku og íslensku táknmáli, auk þess sem börnin fá heyrnarþjálfun. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Sólborgar? Í skólanámskrá Sólborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Sólborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Sólborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Sólborgar

Leikskólinn Sólborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

Myndir frá Sólborg