Sólborg

Leikskóli

Vesturhlíð 1
105 Reykjavík

Leikskólinn Sólborg. Séð frá leiksvæði með fuglahúsum og leiktækjum

Um leikskólann

Opnunartími Sólborgar er frá 07:45 til 16:30

Leikskólinn Sólborg er fjögurra deilda leikskóli sem staðsettur er í tveimur húsum. Börnin eru 75 talsins og skiptast á fjórar stofur: Reynistofu (elstu börnin), Víðistofu (táknmálsdeild), Furustofu (miðstig) og Birkistofu (yngstu börnin). Starfsmenn á Sólborg eru 35. 

Leikskólastjóri er Sigurbaldur P. Frímannsson

 

Leikskólinn Sólborg

Viltu vita meira um Sólborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Einkunnarorð Sólborgar eru virðing, leikni og samvinna

 

Sólborg er skóli án aðgreiningar þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þátttöku og hlutdeildar allra í samfélaginu, aðgreiningu hafnað og hvatt til og komið með hugmyndir um hvernig skapa eigi sameiginlegt námsumhverfi fyrir alla, saman. Leikskólinn Sólborg hefur sérhæft sig í að mæta þörfum barna með heyrnarskerðingu, heyrnarleysi og börnum sem hafa farið í kuðungsígræðslu. Hugmyndafræðin byggir á því að nám fer fram á íslensku og íslensku táknmáli, auk þess sem börnin fá heyrnarþjálfun. Skólinn sinnir einnig ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Sólborgar? Í skólanámskrá Sólborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Sólborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Sólborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Sólborgar

Leikskólinn Sólborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

Myndir frá Sólborg