Ráðgjafarskóli

Sólborg er sá leikskóli, sem hefur sérhæft sig í að mæta þörfum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands kynna þessa ráðgjöf fyrir foreldrum barnanna þegar heyrnarskerðing uppgötvast. Ráðgjöfin er veitt samkvæmt gjaldskrá, 16.000 kr., ásamt akstursgjaldi vegna aksturs opinberra starfsmanna á eigin bifreiðum.

Markmið með ráðgjöfinni

Að veita leikskólastarfsfólki ráðgjöf varðandi heyrnarskerðingu, hvað þarf að taka tillit til í umhverfi barnanna, áhersluþætti í námi og kennslu en sérstaklega er horft til félagslegrar stöðu og hlutdeildar í leikskólastarfinu. Ráðgjafarferlið miðast við þarfir hvers og eins og ráðgjafi kemur eða hefur símaráðgjöf á leikskóla barnsins.

  • Almenn ráðgjöf veitt um heyrnarskerðingu og áhrif þess að fá heyrnartæki
  • Upplýsingar um það, sem leikskólinn þarf að huga að í leikskólastarfinu varðandi námsumhverfi, hljóðvist, samskipti og hlutdeild barnsins í leikskólastarfinu
  • Heyrnarskertir nemendur og táknmál
  • Ráðgjöf varðandi CODA börn

 

Sérkennslustjóri er Regína Rögnvaldsdóttir

 

Beiðni um ráðgjöf ætti að berast frá leikskóla barnsins

Beiðni um ráðgjöf er send á netfang Sólborgar solborg@rvkskolar.is á þar til gerðu umsóknarblaði