Rauðaborg

Leikskóli

Viðarás 9
110 Reykjavík

Sandkassi og leiktæki á lóð Rauðuborgar.

Um leikskólann

Opnunartími leikskólans er frá 07:45 til 16:30

Leikskólinn Rauðaborg er staðsettur í Seláshverfi við Viðarás. Hann hóf göngu sína í febrúar 1994 og eru starfsmenn um 20. Góðar aðstæður eru fyrir útivist og gönguferðir í hverfinu og nægir þar að nefna svæði eins og Rauðavatnsskóg og Elliðaárdal. Í skólanum dvelja 58 börn á þrem deildum. Deildirnar heita Lauf, Lyng og Hreiður. 

Leikskólastjóri er Unnur Hermannsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri er Íris Ósk Valmundsdóttir

 

Leikskólinn Rauðaborg

Viltu vita meira um Rauðaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Rauðaborgar eru gleði, virðing og sjálfsefling

 

Leikskólinn er byggður eftir bandarískri fyrirmynd að opnum skóla og opnu leikrými og er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi. Börnin eru ekki bundin við ákveðinn stað heldur geta þau valið sér leiksvæði hvar sem er í húsinu og skipt um þau í leiktíma. Sérstaða Rauðaborgar byggir á að allt húsið er einn starfsvettvangur þar sem börn og fullorðnir vinna saman í leik og starfi. Í Rauðaborg er unnið eftir High Scope áætlun Mary Hohmann, Bernard Banet og David P. Weikart. Grunnurinn snýr að því að barnið þroskist með því að vera virkur þátttakandi sem vinnur út frá eigin áhuga, þörfum og skilningi og útfærir það á eigin forsemdum.

Leikskólastarf

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Rauðaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Skólanámskrá

Skólanámskrá Rauðaborgar er í vinnslu

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Rauðaborgar? Í skólanámskrá Rauðaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Rauðaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

 

Miðstöð Rauðaborgar

Leikskólinn Rauðaborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Rauðaborgar er: Þóra Ólafsdóttir Hjartar

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​