Nóaborg

Leikskóli

Stangarholt 11
105 Reykjavík

""

Um leikskólann

Opnunartími er frá 7:45 til 16:30

Leikskólinn Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli sem var tekinn í notkun í desember 1986. Að jafnaði dvelja um 74 börn samtímis í leikskólanum á fjórum aldursskiptum deildum sem nefnast Sólbakki, Ólátagarður, Saltkráka og Skarkalagata. Leikskólinn er staðsettur á mörkum Miðborgar og Hlíðahverfis, rétt fyrir ofan Hlemm og því auðvelt að ferðast í allar áttir hvort sem notaðir eru tveir jafnfljótir eða strætisvagnar. 

Leikskólastjóri er Anna Margrét Ólafsdóttir

 

Leikskólinn Nóaborg

Viltu vita meira um  Nóaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Leikskólinn Nóaborg vinnur eftir Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Aðalnámskrá leikskóla. Í leikskólanum leikum við okkur með læsi og stærðfræði auk þess sem lögð er áhersla á að vinna með félagsfærni barna. Unnið er með hljóðkerfisvitund barnanna með námsefni Lubba. Nóaborg er að fara af stað í vinnu með Lausnahringinn. Þá er leikskólinn að vinna að því að verða réttindaskóli UNICEF og vinnur sérstaklega með barnasáttmálann. Fyrirhugað er haustið 2024 að fara í Nordplus samstarf með leikskólum í nokkrum löndum þar sem unnið verður sérstaklega með 12. gr. Barnasáttmálans. Nóaborg fékk Regnbogavottun Reykjavíkurborgar á vormánuðum 2022.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Nóaborgar? Í skólanámskrá Nóaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun Nóaborgar fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu

Hvað er framundan á Nóaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Listaverk eftir börn á Nóaborg

Miðstöð Nóaborgar

Leikskólinn Nóaborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.