Mat á grunnskólastarfi

Aðaltilgangur ytra mats á grunnskólum er að veita upplýsingar til að bæta þá þjónustu sem skólinn veitir nemendum sínum.

Hver skóli skilar umbótaáætlun í kjölfar matsins þar sem sýnt er fram á hvernig skólinn ætlar að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma í matinu.

Mat á grunnskólum 2007-2019

 

Viðmið um gæðastarf í grunnskólum

Viðmið og vísbendingar um gæðastarf í grunnskóla var unnið af starfshópi um innra og ytra mat á skóla- og frístundasviði og var endurskoðað og gefið út árið 2014. Árið 2017 voru viðmiðin síðan aftur endurskoðuð af Menntamálstofnun þar sem fulltrúar frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar tóku þátt.

Nýju viðmiðin voru gefin út árið 2018 og eru byggð á lögum og reglugerðum um skólastarf og aðalnámskrá grunnskóla. Við mótun viðmiðanna voru áherslur og straumar í skólastefnum sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands einnig höfð til hliðsjónar auk Sameiginlegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarfið 2007-2020. Einnig var horft til viðmiða Reykjavíkurborgar í heildarmati á grunnskólum.

Viðmiðin skiptast í þrjá kafla:

  1. Stjórnun
  2. Nám og kennsla
  3. Innra mat

Þau eru notuð við ytra mat á starfsemi grunnskóla í Reykjavík en eiga einnig að nýtast vel við innra mat starfsstaðanna sjálfra.

Meginstef ytra mats á grunnskólastarfi er að matið sé leiðbeinandi og framfara- og umbótamiðað og stuðli að betri starfsemi. Framtíðarsýnin er að í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlist börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

Í kjölfar ytra mats skilar grunnskólinn umbótaáætlun til fagskrifstofu grunnskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þar sem sýnt er fram á hvernig grunnskólinn ætlar að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma í matinu um tækifæri til umbóta.

Tengd skjöl