Klettaborg

Leikskóli

Dyrhamrar 5
112 Reykjavík

Um leikskólann

Leikskólinn er opinn frá 7:30 til 16:30 

Leikskólinn Klettaborg er í Hamrahverfi í Grafarvogi, við hliðina á grunnskóla hverfisins. Þegar leikskólinn tók til starfa 1. júní 1990 voru deildirnar þrjár en í febrúar 2004 bættist fjórða deildin við. Fálkaklettur og Arnarklettur eru fyrir eldri börnin og Hrafnaklettur og Kríuklettur fyrir yngri börnin. Í leikskólanum dvelja um 71 barn samtímis á aldrinum frá eins árs til sex ára.

Leikskólastjóri er Júlíana S. Hilmisdóttir

 

Leikskólinn Klettaborg

Viltu vita meira um  Klettaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Klettaborgar eru gleði, virðing og öryggi

 

Í Klettaborg er áhersla lögð á gott og frjótt málumhverfi og að gleði, virðing og öryggi séu ríkjandi í samskiptum og umhverfi barna. Sýn Klettaborgar er sú að börn séu virk í þekkingarleit sinni og áhugasöm um að takast á við áskoranir daglegs lífs. Út frá þessari sýn er hugmyndafræði starfsins að mestu sótt í smiðju John Deweys sem lagði áherslu á að barnið væri    sjálfstæður, hugsandi einstaklingur sem byggir upp eigin reynslu til að þroskast og læra. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Klettaborgar? Í skólanámskrá Klettaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Klettaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

 

Miðstöð Klettaborgar

Leikskólinn Klettaborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Myndir frá Klettaborg