Hraunborg

Leikskóli

Hraunberg 10
111 Reykjavík

Börn og leiktæki á lóð Hraunborgar.

Um leikskólann

Opnunartími Hraunborgar er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Hraunborg tók til starfa haustið 1984. Hann stendur við Hraunberg í Efra-Breiðholti í jaðri Elliðaárdals. Stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Í leikskólanum dveljast samtímis 65 börn á aldrinum eins til sex ára á þrem deildum. Deildirnar heita Þrastaland (1-2 ára), Spóaland (3-6 ára) og Lóuland (3-6 ára). Starfsmenn eru 18 talsins.

Leikskólastjóri er Sigríður Fanney Pálsdóttir

 

Leikskólinn Hraunborg

Viltu vita meira um Hraunborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Hraunborgar eru leikur, læsi og lífsgleði

 

Í leikskólanum Hraunborg er tekið mið af kenningum John Dewey en hann lagði áherslu á samvinnu og að vinna í félagslegri heild þroskaði sjálfsvitund og skilning barns. Ef hugmyndir Dewey eru yfirfærðar á leikskóla má segja að börn eigi að vera þátttakendur í að móta eigin veröld. Rödd þeirra á að heyrast og þau eiga að fá að upplifa að á hana sé hlustað. Einnig er litið til stefnu um 'Jákvæðan aga' sem byggð er á sjálfsstjórnarkenningum eftir Alfred Adler, Rudolf Dreikurs, William Glasser, Jane Nelsen o.fl. Samkvæmt stefnunni þroska börn og efla með sér færni til að finna lausnir og setja sér mörk í samvinnu við fullorðna. 

Leikskólastarf

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar á Hraunborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Hraunborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.

 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hraunborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Barn að róla sér í gulu vesti á leikskólanum Hraunborg. Blöðrur og fánar í kringum róluna.

Miðstöð Hraunborgar

Leikskólinn Hraunborg tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Myndir frá Hraunborg