Hólaborg

Leikskóli

Suðurhólar 21
111 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Hólaborgar er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Hólaborg stendur við Suðurhóla í Efra Breiðholti. Hann var byggður árið 1977 og tekinn í notkun í maí sama ár. Stutt er í menningarhúsið Gerðuberg , góðir göngustígar eru í hverfinu og fjölbreytt útivistarsvæði í Elliðaárdalnum. Nú dvelja um 50 börn samtímis á þremur deildum sem heita Lóudeild, Spóadeild og Krummadeild. Yngstu börnin eru á Lóudeild, þau elstu á Krummadeild og Spóadeild er miðdeildin.

Leikskólastjóri er Sigrún Grétarsdóttir

 

Leikskólinn Hólaborg

Viltu vita meira um Hólaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Hólaborgar eru hamingja, heilbrigði og sjálfræði

 

Í Hólaborg er félagsleg hugsmíðahyggja höfð að leiðarljósi sem og kenningar Lev Vygotsky um svæði mögulegs þroska, Bandura um trú á eigin getu, Dr. Ferre Leavers um reynslunám og Nel Noddings um umhyggju. Í leikskólanum er nám og velferð barnanna í hávegum haft þar sem allir eru mikilvægir og hafa sömu réttindi. Námið fer fram í gegnum leik og lögð er áhersla á virkni og þátttöku allra, skapandi hugsun og frjálsan leik þar sem verkefni dagsins ráðast af áhugasviði og styrkleikum barnanna. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hólaborgar? Í skólanámskrá Hólaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun Hólaborgar er í vinnslu

Hvað er framundan á Hólaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Hólaborgar

Leikskólinn Hólaborg tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Hólaborgar er: Friðbjörg Gísladóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​