Blásalir

Leikskóli með ungbarnadeild

Brekknaás 4
110 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Blásala er frá 07:30 til 16:30

Leikskólinn Blásalir var byggður árið 2000 og er staðsettur efst í Selásnum. Við hönnun skólans var haft að markmiði að gleðja barnsaugað og standa því sterkgulir pýramídar upp úr húsinu. Undir pýramídaþökunum eru leikstofur eða kjarnar sem nýttir eru sameiginlega fyrir annars vegar yngri deild og hinsvegar eldri deild. Í kjörnunum er stór sullulaug ásamt fjölnota rými fyrir miðju húsinu og listasmiðju sem jafnframt nýtist sem leiksvið. Matjurtagarður og safnkassar eru við leikskólann og rækta börnin matjurtir þar á sumrin, ásamt því að vera í moltugerð allan ársins hring. Á leikskólanum starfa um 25 manns og þar dvelja 76 börn samtímis á fjórum deildum; gulu-, bláu-, grænu-, og rauðu deild.

Leikskólastjóri er: Hólmfríður Hannesdóttir

 

Leikskólinn Blásalir

Viltu vita meira um Blásali? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Blásala eru virðing, gleði, hreysti og sköpun

 

Uppeldisstefna leikskólans byggist á hugmyndafræði John Dewey sem er lýst á einfaldan hátt í einkunnarorðunum ,,learning by doing“ eða að læra með því að framkvæma. Lögð er áhersla á að efla virðingu fyrir einstaklingnum, sjálfshjálp, félagsfærni og snemmtæka íhlutun. Leiðarljós leikskólans er ,,heilbrigð sál í hraustum líkama” sem vísar til þess að börnin þurfa að borða hollan mat, fá góða hreyfingu og reglulegan svefn til að geta notið þess að vera úti í náttúrunni í hvaða veðri sem er.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf í Blásölum? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Blásölum? Í starfsáætlun Blásala finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hér finnur þú leikskóladagatal Blásala. Í leikskóladagatali er eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Blásala

Leikskólinn Blásalir tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Blásala  er: Rúna Gunnarsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​