Ævintýraborg við Eggertsgötu

Leikskóli
 

Eggertsgata 35
102 Reykjavík

Inngangur Ævintýraborgar Eggertsgötu.

Um leikskólann

Opnunartími leikskólans er frá 7:30 til 16:30

Ævintýraborg við Eggertsgötu 35 er 85 barna leikskóli sem tók til starfa í mars 2022. Leikskólinn er í tveimur húsum og börnin eru á aldrinum eins árs til sex ára á sex aldursskiptum deildum. Leikskólinn er staðsettur í hjarta borgarinnar, stutt í ýmsa skemmtilega staði eins og Norræna húsið, Hljómskálagarðinn, miðbæinn og fjöruna. Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Leikskólastjóri Kristín Petrína Pétursdóttir

Ævintýraborg við Eggertsgötu

Viltu vita meira um Ævintýraborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Ævintýraborg við Eggertsgötu starfar í anda kenninga Reggio Emilia og hugmyndafræði Caroline Pratt um einingakubba. Lögð er mikil áhersla á nám í gegnum leik, sköpun, læsi, réttindi barna og umhverfismennt. Litið er á hvert barn sem einstakt og að það hafi mikið fram að færa. Fjölbreyttum aðferðum er beitt til að börnin upplifi heiminn, skilji og skynji hann á hundrað vegu. Stuðlað er að skapandi umhverfi sem ýtir undir uppgötvunarnám og upplifanir og áhersla á opinn efnivið. Opinn efniviður er efni eða hlutur sem hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu og ýtir undir sköpunarkraft barnanna.

Leikskólastarfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Ævintýraborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Ævintýraborgar við Eggertsgötu

Ævintýraborg við Eggertsgötu tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Ævintýrarborgar við Eggertsgötu er: Kristín Petrína Pétursdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​