Ævintýraborg við Eggertsgötu
Leikskóli
Eggertsgata 35
102 Reykjavík

Um leikskólann
Ævintýraborg við Eggertsgötu 35 er 85 barna leikskóli sem tók til starfa í mars 2022. Leikskólinn er í tveimur húsum og börnin eru á aldrinum eins árs til sex ára á sex aldursskiptum deildum. Leikskólinn er staðsettur í hjarta borgarinnar, stutt í ýmsa skemmtilega staði eins og Norræna húsið, Hljómskálagarðinn, miðbæinn og fjöruna.
Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.
Leikskólastjóri Kristín Petrína Pétursdóttir.
Hugmyndafræði
Ævintýraborg við Eggertsgötu starfar í anda hugmyndafræði Reggio Emilia og hugmyndafræði Caroline Pratt um einingakubba. Lögð er mikil áhersla á nám í gegnum leik, sköpun, læsi, réttindi barna og umhverfismennt. Litið er á hvert barn sem einstakt og að það hafi mikið fram að færa.
Fjölbreyttum aðferðum er beitt til að börnin upplifi heiminn, skilji og skynji hann á hundrað vegu. Stuðlað er að skapandi umhverfi sem ýtir undir uppgötvunarnám og upplifanir og áhersla á opinn efnivið. Opinn efniviður er efni eða hlutur sem hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu og ýtir undir sköpunarkraft barnanna.

Hvað viltu skoða næst?
- Að byrja í leikskóla Að byrja í leikskóla markar upphaf skólagöngu barns og er því stór stund í lífi þess og foreldra.
- Innritun í leikskóla Í leikskólanum eiga börn að njóta bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru.
- Stuðningur í leikskóla Þjónusta leikskólanna miðar að því að tryggja jöfn réttindi allra barna í leikskólastarfinu.
- Afsláttur af leikskólagjaldi Einstæðir foreldrar, öryrkjar og námsmenn eiga rétt á afslætti.
- Flutningur milli leikskóla Kynntu þér hvernig farið er að.
- Gjöld og niðurgreiðslur Hvaða gjöld þarft þú að greiða?