Stefnur
Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar. Með stefnu er átt við tímasett skjal þar sem sett er fram hugmyndafræði, framtíðarsýn og markmið sem fylgt er eftir með mælikvörðum og fjármögnuðum aðgerðum.
Samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir
Samstarfssáttmáli
Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var undirritaður 6. júní 2022 og fjallar hann um helstu áhersluatriði í mörgum málaflokkum.
Græna planið - heildarstefna Reykjavíkurborgar til 2030
Græna planið er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar sem dregur saman á einn stað helstu lykilverkefni og grænar fjárfestingar í borginni á komandi 10 árum. Græna planið byggir á hugmyndafræði sjálfbærni og leggur fram skýra framtíðarsýn um blómstrandi og kolefnishlutlaust borgarsamfélag þar sem allir geta fundið sér tilgang og hlutverk.
Fjármál
Fjármálastefna og fjárfestingarstefna Reykjavíkurborgar styður við Græna planið sem er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og setur hún almennan fjárhagslegan ramma og markmið um rekstur og þróun fjármála borgarinnar til lengri og skemmri tíma.
- Fjármálastefna og fjárfestingarstefna Reykjavíkurborgar 2021-2030
- Fjármálastefna Reykjavíkurborgar 2023-2027
Innkaupastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 15. mars 2011.
Áhættustefna Reykjavíkurborgar og fylgiskjöl hennar mynda umgjörð um stjórnskipulag, aðferðir og ferla sem notaðir eru við framkvæmd heildstæðrar áhættustjórnunar innan borgarkerfisins.
Yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar skýrir hlutverk og ábyrgð borgarstjórnar, borgarráðs og borgarstjóra. Í yfirlýsingunni er greint frá helstu samþykktum, innri reglum og stefnum borgarinnar, auk umfjöllunar um innra eftirlit, áhættustýringu og endurskoðun, samfélagsábyrgð, siðareglur og ófjárhagslegar upplýsingar. Yfirlýsingin er birt með ársreikningi ár hvert.
Húsnæðis-, atvinnu- og nýsköpunarmál
Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar er að allir borgarbúar hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki. Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar nær þannig utan um húsnæðisþarfir allra borgarbúa, óháð eignarformi, stærð og gæðum húsnæðis.
Húsnæðisáætlun Reykjavíkur byggir á stefnumörkun Reykjavíkurborgar á sviði húsnæðismála og á lagaumgjörð og greiningum á stöðu á húsnæðismarkaðinum. Í henni eru skilgreind helstu byggingarsvæði í Reykjavík og hvernig uppbyggingu íbúðahúsnæði í þágu allra borgarbúa verður háttað í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, húsnæðissamvinnufélög, samtök eldri borgara, stúdenta og einkaaðila.
Atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkur, Nýsköpun alls staðar, leggur áherslu á mikilvægi verðmætasköpunar á öllum sviðum samfélagsins og að í borginni sé frjósamur farvegur fyrir sköpunarkraft og framtakssemi.
Aðgerðaráætlun 2024-2026 – Þátttaka Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsókna- og nýsköpunarverkefnum var samþykkt í forsætisnefnd Reykjavíkur þann 7. júní 2024 eftir umsagnir frá öllum fagráðum borgarinnar. Markmið með tilteknum aðgerðum er að styrkja stöðu Reykjavíkurborgar í innlendu og alþjóðlegu samstarfi og nýta tækifæri til þekkingaröflunar og nýsköpunar til að hámarka ávinning borgarinnar. Vinna við aðgerðaráætlunina stóð yfir vorið 2024 og eru viðbrögð við úttekt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands á reynslu borgarinnar af þátttöku í fullstyrktum fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.
Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar. Sérstaða áfangastaðarins Reykjavíkur er að bjóða í senn lifandi og framsækna borgarmenningu, frjótt listalíf, þekkingarsköpun, fjölbreytta hágæðaþjónustu, tækifæri til útivistar og einstaka náttúru sem er samofin og umlykur borgina.
Framtíðaruppbygging á gististarfsemi í Reykjavík. Framtíðarsýn Reykjavíkur miði að fjölbreyttri gististarfsemi sem skili
hámarksávinningi fyrir íbúa, rekstraraðila og samfélagið allt.
Stefna í málefnum miðborgar. „Miðborg Reykjavíkur er höfuðborg allra landsmanna þar sem mætist öflugt og heilbrigt íbúasamfélag, fjölbreytt atvinnustarfsemi og menningar- og mannlíf sem endurspeglar bæði menningararf þjóðarinnar og framsækinnar og alþjóðavæddrar borgar. Í henni er gott að búa, starfa og vera gestur.“
Íþrótta- og tómstundamál
Stefna í íþróttamálum Reykjavíkur. Framtíðarsýn okkar árið 2030 er að sem flestir Reykvíkingar stundi reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu
Laugarnar í Reykjavík. Leiðarljós framtíðarsýnar til 20 ára verði lífsgæði borgarbúa og sérstaða Reykjavíkurborgar og tækifæri sem áfangastaður ferðamanna.
Stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri er langtímaáætlun. Henni er ætlað að ná ákveðnum markmiðum og veita yfirsýn yfir aðstæður ungs fólks. Stefnumótunin vinnur þvert á svið borgarinnar og henni er ætlað að hafa jákvæð áhrif á starfsemi þeirra, verkefni og starfsáætlanir.
Mannauðsmál
Mannauðsstefna Reykjavíkurborgar 2018-2025. Framtíðarsýn stefnunnar er að Reykjavíkurborg sé vinnustaður með aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk sem vinnur í þágu borgarbúa.
Fræðslustefna Reykjavíkurborgar er undirstefna mannauðsstefnu og byggir á þeirri framtíðarsýn að Reykjavíkurborg sé vinnustaður þar sem fræðsla og þjálfun starfsfólks eigi sér stað og stund, njóti stuðnings og byggist á öflugu samstarfi.
Öryggisstefna Reykjavíkurborgar gildir fyrir alla starfsstaði borgarinnar og tekur til alls starfsfólks. Öryggisstefnan er undirstefna mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar og byggir á leiðarljósinu um traust, en í því felst meðal annars að vellíðan starfsfólks sé í fyrirrúmi og að því sé tryggt öruggt vinnuumhverfi. Öryggisstefnan var samþykkt 7. apríl 2022 og innleiðing hennar er á ábyrgð mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
Stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu er undirstefna mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar. Í stefnunni er að finna framtíðarsýn, markmið, áherslur, aðgerðir og mælikvarða á þessu sviði, auk skilgreininga á lykilhugtökum.
Jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar nær til alls starfsfólks borgarinnar. Starfsfólk Reykjavíkurborgar skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf. Enginn óútskýrður kynbundinn launamunur skal vera til staðar.
Heilsustefna Reykjavíkurborgar hefur þá framtíðarsýn að Reykjavíkurborg sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk finnur með áþreifanlegum hætti að vinnustaðnum er annt um heilsu þeirra og vellíðan. Lögð er áhersla á bæði líkamlega, andlega og félagslega heilsu.
Viðverustefna Reykjavíkurborgar hefur þá framtíðarsýn að Reykjavíkurborg sé vinnustaður sem er umhugað um heilsu og velferð starfsfólks og sýnir það í verki með samræmdu og styðjandi verklagi í viðbrögðum við fjarvistum.
Mannréttinda- og lýðræðismál
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar grundvallast á mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og alþjóðlegum sáttmálum, svo sem Barnasáttmála og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastefnan er byggð á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.
- Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
- Mannréttindastefna á auðlesnu máli
- Reykjavik Human Rights Policy
- Broszura o Polityce Praw Człowieka po polsku i islandzku
- Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024
- Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026
Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd byggir á lögum um málefni innflytjenda nr. 116/2002, lögum um útlendinga nr. 80/2016, mannréttindayfirlýsingu Sameinu þjóðanna, alþjóðasamningi um afnám alls kynþáttamisréttis, samningi um réttarstöðu flóttamanna, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og mannréttindasáttmála Evrópu.
Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar miðar að því að efla lýðræðislega þátttöku borgarbúa og formgera enn frekar möguleika íbúa til þess að hafa áhrif á málefni sem þá varða.
- Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar 2021-2030
- Aðgerðaáætlun með lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2024
- Polityka demokratyczna Miasta Reykjavík 2021-2030
- Plan działań w związku z wprowadzaniem Polityki demokratycznej Miasta Reykjavík na lata 2021-2024
Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar er heildstæð stefna um aðgengismál í víðum skilningi. Hún byggir á hugmyndafræði um algilda hönnun, bæði hvað varðar aðgengi að byggingum og borgarrýmum auk aðgengis að upplýsingum, þjónustu og stuðningi.
Menningarmál
Menningarstefna Reykjavíkurborgar hefur það að markmiði að árið 2030 hafi allir íbúar jöfn tækifæri til þess að njóta lista, menningar og menningararfs bæði sem þátttakendur og neytendur.
- List og menning í Reykjavík 2030 - Menningarstefna Reykjavíkurborgar 2021–2030
- Aðgerðaráætlun menningarstefnu 2021–2023
Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar. Sérstaða áfangastaðarins Reykjavíkur er að bjóða í senn lifandi og framsækna borgarmenningu, frjótt listalíf, þekkingarsköpun, fjölbreytta hágæðaþjónustu, tækifæri til útivistar og einstaka náttúru sem er samofin og umlykur borgina.
Skóla- og frístundamál
Menntastefna Reykjavíkurborgar leggur grunn að framsæknu skóla- og frístundastarfi sem byggir á styrkleikum íslensks samfélags. Um leið er henni ætlað að mæta þeim áskorunum er felast í stöðugum samfélags- og tæknibreytingum sem umbreyta uppeldisaðstæðum barna og hefðbundnum hugmyndum um menntun.
Stefna um frístundaþjónustu í Reykjavík. Leiðarljós Reykjavíkurborgar er að bjóða upp á fjölbreytta og heilsueflandi frístundaþjónustu sem
hvetur til virkrar þátttöku, sköpunar og betra samfélags.
Stefna um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf. Leiðarljós skóla- og frístundasviðs er að öll börn og ungmenni nái árangri í námi og leik, standi vel að vígi félagslega og verði skapað tækifæri til að vera stolt af bakgrunni sínum og menningu.
Stefna Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf skapar umgjörð um starf í anda menntastefnu borgarinnar. Jafnframt er hún leiðarljós sem tekur mið af „Græna plani“ Reykjavíkurborgar sem er framtíðarsýn um borgarsamfélag sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum og öflugu atvinnulífi sem gengur ekki á náttúruauðlindir.
Læsisstefna leikskóla. Á leikskólaárunum er lagður mikilvægur grunnur að þroska barna sem undirbýr þau fyrir lestrarnám seinna meir
Lestrarstefna fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar. Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 er læsi tilgreint sem einn af grunnþáttum menntunar sem ætlað er að draga fram meginatriði almennrar menntunar og stuðla að samfellu í skólastarfinu.
Skóli án aðgreiningar byggir á viðurkenningu og þátttöku allra nemenda. Námskráin er merkingarbær fyrir alla nemendur og námsumhverfið einkennist af margbreytileika. Allir nemendur njóta virðingar og stuðning til að ná besta mögulega árangri.
Stefna um tónlistarfræðslu í Reykjavík. Markmið Reykjavíkurborgar er að börn á yngsta stigi grunnskólans komist í snertingu við tónlist, svo sem í gegnum tónmenntakennslu, hljóðfærakynningar, kórastarf, hljóðfæraleik, samspil, sviðsframkomu og fleira.
Sérkennsla í leikskólum. Í starfsáætlun Leikskólasviðs árið 2007 segir að setja skuli á fót starfshóp til þess að vinna að endurskoðun á núgildandi stefnu borgarinnar í sérkennslumálum.
Stefna Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf skapar umgjörð um starf í anda menntastefnu borgarinnar. Jafnframt er hún leiðarljós sem tekur mið af „Græna plani“ Reykjavíkurborgar sem er framtíðarsýn um borgarsamfélag sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum og öflugu atvinnulífi sem gengur ekki á náttúruauðlindir.
Umhverfis- og skipulagsmál
Aðalskipulag Reykjavíkur er stefna um þróun borgarinnar til framtíðar. Í aðalskipulagi er ákveðið hvar framtíðaríbúðahverfi og atvinnusvæði verða, hvar nýjar götur og stígar liggja og hvaða svæði verða tekin frá til útivistar.
Umhverfis- og auðlindastefna Reykjavíkurborgar. Lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa verða tryggð með því að meta auðinn sem felst í þjónustu náttúrunnar og hreinu umhverfi. Þjónusta náttúrunnar verður styrkt og neikvæð umhverfisáhrif lágmörkuð
Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar. Markmið Reykjavíkurborgar er að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og lagi sig að loftslagsbreytingum með vistvænum og mannvænum hætti.
Stefna um líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni vísar til margbreytileika lífríkisins í umhverfi fólks, allt frá einstaklingum og stofnum einstakra tegunda til lífsamfélaga og vistkerfa.
Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur er skýrsla sem er gefin út af Umhverfis- og skipulagssviði og er ætlað að skapa umhverfi sem hvetur til hjólreiða þannig að Reykjavík verði betri hjólaborg.
Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum. Skilvirk meðhöndlun úrgangs hefur í för með sér fjárhagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir sveitarfélög og íbúa þeirra. Úrgangsmál eru hluti af lögbundinni grunnþjónustu sveitarfélaga og mikilvægur málaflokkur innan reksturs þeirra.
Græna borgin, umhverfis- og auðlindastefna og vistvænar samgöngur. Reykjavíkurborg vill styrkja hlutverk sitt sem græn borg. Þetta felur í sér stóraukna áherslu á þéttingu byggðar og blöndun byggðamynsturs, á gott aðgengi að fjölbreyttum útivistar- og náttúrusvæðum og á að efla vistvæna ferðamáta.
Bíla- og hjólastæðastefna lýsir kröfum um fjölda bíla- og hjólastæða, innan lóða, í Reykjavík vegna nýbygginga og/eða endurnýjunar byggðar og eru hluti af bíla- og hjólastæðastefnu aðalskipulags Reykjavíkurborgar.
Samferða Reykjavík er stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík.
Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur fjallar meðal annars um núverandi stöðu og þróun slysa, markmið Reykjavíkurborgar sem og hvaða áherslur verða lagðar við vinnu við umferðaröryggismál á tímabilinu 2019-2023.
Stefna í trjáræktarmálum. Það hefur verið leiðarljós í starfsáætlun borgarinnar frá síðustu aldamótum að stuðla að fallegri borg þar sem græn svæði skapi umgerð fyrir holla útivist, fræðslu og ræktun.
Leiksvæðastefna Reykjavíkur hefur það að leiðarljósi að leikumhverfi borgarinnar uppfylli þarfir og óskir barna í Reykjavík.
Vinnuskóli Reykjavíkur - Vinnuskólinn er útiskóli og flest verkefni skólans snúa að umhirðu gróðurs og beða víðs vegar í borginni.
Velferðar- og lýðheilsumál
Velferðarstefna Reykjavíkurborgar er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og um leið fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu.
- Velferðarstefna Reykjavíkurborgar til 2030: Reykjavík – fyrir okkur öll
- Aðgerðaáætlun velferðarstefnu 2021-2025
Forvarnastefna Reykjavíkurborgar vegna málefna barna og unglinga og foreldra þeirra er unnin með hliðsjón af reynslu og árangri af forvörnum í
borginni og þeim samfélagsbreytingum sem orðið hafa síðustu ár
Stefna Reykjavíkurborgar um velferðartækni kveður á um að velferðarsvið Reykjavíkurborgar skuli nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi og gera því jafnframt kleift að vera virkari þáttakendur í samfélaginu.
Stefna Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum mun á gildistíma hennar fylgja aðgerðaráætlun sem ætlað er að færa þjónustu Reykjavíkurborgar nær framtíðarsýninni ár hvert.
Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara. Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn og heilsueflandi borg sem tekur mið af þörfum allra íbúa. Aðgengileg, aðlaðandi og hentug borg er aldursvæn borg.
Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur þá framtíðarsýn að allir íbúar hafi jöfn tækifæri til að lifa góðu og mannsæmandi lífi og enginn Reykvíkingur neyðist til að sofa úti.
Matarstefna Reykjavíkurborgar. Meginmarkmið með mótun matarstefnu er að stuðla að betri heilsu Reykvíkinga, styrkja máltíðaþjónustu og stuðla að því að borgin nái markmiðum sínum hvað varðar öryggi, sjálfbærni, lýðheilsu og hagkvæmni.
Lýðheilsustefna Reykjavíkur var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 5. október 2021. Vinna við stefnuna stóð yfir veturinn 2020-2021 í samvinnu við borgarbúa, Embætti Landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þjónustu-, samskipta- og upplýsingamál
Þjónustustefna Reykjavíkurborgar lýsir samræmdri sýn borgarinnar á það hvað þjónustuveiting snýst um. Þannig nýtist hún starfsfólki við dagleg störf um leið og hún setur viðmið og mælikvarða um þjónustu borgarinnar almennt.
Upplýsingastefna Reykjavíkurborgar byggist á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé lykilþáttur í starfsemi borgarinnar. Henni er ætlað að gera aðgang að upplýsingum og þjónustu við borgarbúa greiðari, skilvirkari og markvissari.
Málstefna Reykjavíkurborgar. Vandað, skýrt og auðskilið mál, hvort heldur ritað eða talað, er lykilatriði í allri þjónustu og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Allar lykilupplýsingar um þjónustu borgarinnar skulu auk íslensku einnig vera til á ensku og öðrum tungumálum eftir því sem kostur er.
Stefna Reykjavíkurborgar um túlka- og þýðingarþjónustu hefur að leiðarljósi að starfsfólk Reykjavíkurborgar leggi áherslu á að veita öllum íbúum borgarinnar góða þjónustu og sinna leiðbeininga- og upplýsingaskyldu sinni.
Persónuverndarstefna Reykjavíkurborgar leggur áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan sveitarfélagsins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga sem og stefnumótun á vegum fagsviða og skrifstofa í miðlægri stjórnsýslu.
Skjalastefnu Reykjavíkurborgar er ætlað að tryggja örugga meðferð og vörslu opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslu borgarinnar og varðveislu sögu Reykjavíkurborgar að leiðarljósi.
Stefna um nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg 2018-2022 leggur grunn að notkun upplýsingatækni í rekstri og þjónustu Reykjavíkurborgar til ára.
The policy lays a foundation for the use of IT in administration.
Yfirlýsing Reykjavíkurborgar um upplýsingaöryggi. Hlutverk upplýsingatæknideildar er að tryggja öryggi upplýsinga deildarinnar og viðskiptavina sinna m.t.t. leyndar, réttleika og tiltækilega.
Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar. Leiðarljós stefnunnar er að Reykjavíkurborg taki virkan þátt í erlendu samstarfi til að geta betur sinnt verkefnum sínum og styrki stöðu sína á sviði menningar, stjórnsýslu og atvinnulífs.
Eigendastefnur
Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar leitast við að skýra hlutverk, umboð og ábyrgð eigandavalds Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum, fyrirkomulag og þátttöku í ákvörðunum um stefnumörkun og mikilvæg málefni fyrirtækjanna og samskipti við stjórnir, stjórnendur og aðra eigendur. Þannig á eigendastefnan að tryggja gegnsæja, faglega og skilvirka meðferð eigandavalds Reykjavíkurborgar.
Eigendastefna Félagsbústaða hf. leitast við að skýra hlutverk og ábyrgð eiganda félagsins, Reykjavíkurborgar, og þátttöku eiganda í ákvörðunum um mikilvæg málefni og stefnumörkun. Þannig á eigendastefnan að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun fyrirtækisins.
Eigendastefna Hörpu fyrir rekstur og starfsemi Hörpu – Tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. sem er í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Eigendastefna Sorpu leitast við að skýra hlutverk, ábyrgð og skyldur eigendanna og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðunum um mikilvæg málefni og stefnumörkun.
Eigendastefna Strætó bs. leitast við að skýra hlutverk, ábyrgð og skyldur eigendanna og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðunum um mikilvæg málefni og stefnumörkun.
Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur leitast við að skýra hlutverk, ábyrgð og skyldur eigendanna og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðunum um mikilvæg málefni og stefnumörkun.
Samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Kópavogur, Seltjarnarnesbær, Garðabær og Hafnarfjörður reka í sameiningu Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.