Lýðheilsa í Reykjavík
Lýðheilsustefna Reykjavíkur til 2030: Heilsuborgin Reykjavík: „Borgin sem ég vil búa í“ var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 5. október 2021. Vinna við stefnuna stóð yfir veturinn 2020-2021 í samvinnu við borgarbúa, Embætti Landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Að loknu samráðsferli sumarið 2021 var stefnan samþykkt í borgarstjórn.
Lýðheilsustefna Reykjavíkur
Kjarninn í stefnu Reykjavíkur á sviði lýðheilsu er að fjölga æviárum þar sem íbúar búa við góða heilsu og vellíðan. Hún hefur það markmið að skapa umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð, heilsu og hamingju þannig að allir borgarbúar hafi tækifæri á að njóta lífsins í borg þar sem þeim finnst gott að búa.
Lýðheilsustefna Reykjavíkur er ein af meginstefnum borgarinnar og samofin öðrum stefnum hennar þar sem nær öll starfsemi borgarinnar hefur með beinum eða óbeinum hætti áhrif á heilsu og líðan borgarbúa. Lýðheilsustefnan styður m.a. við markmið Græna plansins sem er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til 2030 í því augnamiði að borgin verði efnahagslega, umhverfislega og félagslega sjálfbær.
Framtíðarsýn stefnunnar er að Reykjavík sé heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag sem stuðlar að öryggi, jöfnuði, virkri þátttöku og vellíðan allra.
Leiðarljós í starfsemi Reykjavíkur á sviði lýðheilsu er að áhersla á lýðheilsu sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun Reykjavíkur, starfið byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma og valdi ekki skaða.
Meginmarkmið stefnunnar eru þrjú:
- Bætt heilsa og vellíðan á öllum æviskeiðum,
- Jöfnuður til heilsu og vellíðanar - engin skilin eftir
- Heilsa og vellíðan er vegvísir í allri starfsemi Reykjavíkurborgar.
Aðgerðaáætlun
Til að ná fram markmiðum lýðheilsustefnunnar er sett fram aðgerðaáætlun til fáeinna ára í senn út frá stöðumati á hverjum tíma til að mæta helstu áskorunum sem snúa að heilsu og líðan borgarbúa. Fyrsta aðgerðaáætlun stefnunnar tekur til áranna 2021-2023.
Viðaukar
Til viðbótar við aðgerðaáætlun stefnunnar eru fjölmargar aðgerðir sem falla undir aðrar stefnur og málaflokka Reykjavíkurborgar en eru til þess fallnar að stuðla að bættri lýðheilsu í Reykjavík. Yfirlit yfir þessar aðgerðir og starfsemi, stöðumat og fleira má sjá í viðaukum við stefnuna.
Reykjavík er ein af lýðheilsuborgum Evrópu
Í maí 2021 fékk Reykjavíkurborg aðild að lýðheilsuborgarsamtökum Evrópu sem eru samtök á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (European Healthy Cities Network). Reykjavík sendi inn umsókn um aðild að samtökunum í ársbyrjun 2020 en yfirferð umsókna dróst á langinn sökum COVID-19 faraldursins. Aðild að samtökunum felur í sér skuldbindingu borgarinnar til að vinna að ýmsum verkefnum tengdum lýðheilsu í Reykjavík.
Málþing um lýðheilsu
Erindi
- Erindi borgarstjóra um lýðheilsu í Reykjavík
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri - Heilsuborgin Reykjavík drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis
Örframsögur
- Betri svefn grunnstoð heilsu
Dr. Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur - Heilsueflandi skólar í heilsueflandi borg
Ólöf Kristín Sívertsen verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði - Frístundir í Breiðholti – tilraunaverkefni um aukna þátttöku barna í íþrótta og tómstundastarfi
Þráinn Hafsteinsson verkefnisstjóri frístunda og félagsauðs í Breiðholti - Hverfisskipulag og lýðheilsa
Ævar Harðarson deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur
Málþing um Félagslegt landslag
Opið málþing um félagslegt landslag í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 5. janúar 2024
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? .
Á fundinum fór Kolbeinn H. Stefánsson fara yfir tímamótarannsókn um félagslegt landslag sem unnin var í samstarfi við Reykjavíkurborg. Sérfræðingar ásamt fulltrúum sveitafélaga ræddu niðurstöður rannsóknarinnar, tækifæri og áskoranir á Stór-Reykjavíkursvæðinu í pallborði í lok málþings.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Harpa Þorsteinsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
9:00–9:15 Ávarp borgarstjóra
Dagur B. Eggertsson
9:15–9:45 Félagslegt landslag í Reykjavík - niðurstöður rannsóknar
Kolbeinn H. Stefánsson, dósent á Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
9:45–9:55 Lagskipting og búseta
Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor á Félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri
9:55–10:05 Ójöfnuður í heilsu í Reykjavík
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
10:05–10:15 Líðan Íslendinga eftir aldri, kyni og fjárhagsstöðu
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis
10:15 Pallborð og samantekt
Dagur B.Eggertsson - borgarstjóri
Kolbeinn H. Stefánsson - dósent á Félagsvísindasviði HÍ
Sigþrúður Erla Arnardóttir - framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar Reykjavíkur
Óskar Dýrmundur Ólafsson - framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkur
Gunnar Axel Axelsson - bæjarstjóri Vogum
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir - bæjarstjóri Árborg