Aðalskipulag Reykjavíkur

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 er uppfærð og endurbætt útgáfa AR2030, sem samþykkt var árið 2014. Aðalskipulagið var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 19.október 2021, samanber einnig samþykkt hennar 21. desember 2021. Aðalskipulagið var undirritað þann 13. janúar 2022 og tók gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 18. janúar 2022.

Stefnumörkun og skipulagsákvæði

Bindandi stefnumörkun og skipulagsákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 eru sett fram í greinargerð (grænt hefti) og á þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttum. Greinargerðin og skipulagsuppdrættirnir mynda A-hluta aðalskipulagsins. Skipulagsgögn í A-hluta eru aðal verkfæri skipulagsyfirvalda við ákvarðanatöku dags daglega og sá hluti aðalskipulagsins sem háður er lögformlegum breytingum samkvæmt skipulagslögum. Umhverfismat, forsendur og skýringargögn eru að finna í B-hluta aðalskipulagsins og ber að horfa til þeirra, eftir því sem ástæður kalla á, við ágreining um túlkun einstakra ákvæða og markmiða og þegar ráðist er í stakar breytingar á stefnunni í framtíðinni eða ákveðið að taka til endurskoðunar valda þætti stefnunnar. Um önnur fylgiskjöl sjá greinargerð aðalskipulagsins. Gögn verða einnig gerð aðgengileg í skipulagssjá á næstunni. 

Kröftug borgarþróun

Ný meginmarkmið, breytingar og aðrar viðbætur sem settar eru fram í AR2040, miða allar að því að herða á framfylgd þeirrar stefnu sem mörkuð var í fyrra aðalskipulagi um sjálfbæra þróun, þétta og blandaða borgarbyggð og vistvænar ferðavenjur. Markmiðið er að stuðla að kröftugri borgarþróun innan núverandi vaxtarmarka til ársins 2040.

Bindandi stefna (A-hluti)

Leiðbeinandi forsendur og skýringargögn (B-hluti)

Megin forsendur, umhverfismat, hugmyndafræði og áherslur sem eru leiðbeinandi og höfð til hliðsjónar við frekari breytingar á aðalskipulaginu, túlkun hinnar bindandi stefnu og eftir atvikum við mótun skipulags og ákvarðanatöku á neðri stigum skipulagsgerðar:

Eldri kaflar AR2010–2030 eru til leiðbeiningar og hafa þeir fengið nýja yfirskrift, ásamt skýringum um það sem hefur verið fellt úr gildi. Öll bindandi markmið og ákvæði sem sett eru fram í viðkomandi köflum og halda gildi sínu, eru einnig sett fram í græna heftinu í A-hluta. Ef upp kemur misræmi milli þess sem kemur fram í A-hluta aðalskipulagsins og þess sem kemur fram í neðangreindum köflum, gildir það sem sett er fram í A-hlutanum.

Breytingar í vinnslu