Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar

Teikning af fólki tala saman og vinna við skrifborð.

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur því hlutverki að gegna að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða.

Neyðarástand

Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, svo sem vegna  náttúruvár, þegar umhverfi og heilsu er ógnað og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand skapast.

 

Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu borgarinnar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Borgarstjóri fer ásamt borgarráði með framkvæmdastjórn borgarinnar. Fagsvið, skrifstofur og fyrirtæki borgarinnar bera hvert í sínu lagi ábyrgð á þeirri þjónustu sem þau veita.

 

Á neyðarstigi viðbragðsáætlana er neyðarstjórn borgarinnar virkjuð. Að öðru leyti helst stjórnskipulag borgarinnar óbreytt og ber hver stjórnandi ábyrgð á sínum starfsvettvangi/sinni starfsstöð samkvæmt hefðbundnu skipulagi.

Heimildir neyðarstjórnar

Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun í neyðartilfellum enda sé um slík tilfelli að ræða að afgreiðsla þeirra þoli enga bið. Borgarráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á neyðarstigi í viðbragðsstöðu þar sem nauðsynlegt getur verið að kalla til aukafundar.

 

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar starfar samkvæmt viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar.

 

Starfsmaður hópsins ber ábyrgð á fundarboðun, undirbúningi funda, fundarritun og úrvinnslu í samráði við borgarstjóra.

Neyðarstjórn

Samkvæmt erindisbréfi frá febrúar 2023:

Varamenn:

Starfsmaður:

  • Teymisstjóri þjónustu- og stjórnsýsluteymis skrifstofu borgarstjóra og borgarritara - Dagný Ingadóttir

Helstu samstarfsaðilar:

Unnið er með starfsfólki almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins, öðrum neyðarstjórnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, ásamt öðrum stofnunum sem eiga við innan og utan Reykjavíkurborgar.

Starfstímabil:

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar starfi á tímabilinu 2023-2026.