Borgarritari

Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Leiðir stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess. 

Fer með forystu – og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hlutafélög í samræmi við eigendastefnu Reykjavíkurborgar. 

Undir embætti borgarritara heyrir skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, skrifstofa samskipta og viðburða og mannréttindaskrifstofa. Borgarritari situr í yfirstjórn og neyðarstjórn Reykjavíkurborgar og situr jafnframt fundi borgarráðs.