Steinn Jóhannsson

Sviðsstjóri
Skóla- og frístundasvið
Steinn Jóhannsson

Um Stein

Steinn Jóhannsson tók við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í febrúar 2025. Áður hafði hann í sex ár gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð og var þar áður konrektor við sama skóla í eitt ár. Þar áður var hann skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár. Frá 2002 til 2012 var Steinn forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík en áður kenndi hann í bæði grunn- og framhaldsskóla og sinnti auk þess stundakennslu við Háskóla Íslands. 

Steinn er með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, Monroe og bakkalárgráðu frá sama skóla í stjórnmálafræði og sögu. Hann lauk uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands og lagði auk þess stund á doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla.

Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs

Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðlar að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi.