Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri

Heiða Björg Hilmisdóttir
Borgarstjóri frá 21. febrúar 2025
Hlutverk borgarstjóra
Borgarstjórinn í Reykjavík er æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri er ráðinn af borgarstjórn og getur verið borgarfulltrúi og hefur skyldur sem slíkur einnig.
Borgarstjóri gegnir þremur meginhlutverkum. Hann er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, opinber fulltrúi Reykjavíkurborgar og pólitískur leiðtogi meirihlutans. Hann er prókúruhafi borgarsjóðs og undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna borgarinnar, lántökur og aðrar skuldbindingar eða ráðstafanir sem þarfnast samþykkis borgarstjórnar. Borgarstjóra er heimilt með samþykki borgarstjórnar að veita öðrum starfsmönnum borgarinnar prókúru.
Borgarstjóri fer jafnframt með eignarhluta Reykjavíkurborgar í B-hluta fyrirtækjum. Hann er formaður almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins og er fulltrúi borgarinnar í SSH (Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) og SHS (Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Heiða Björg Hilmisdóttir tók við embætti borgarstjóra þann 21. febrúar 2025.