Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Teikning af fjórum manneskjum sem halda á og horfa í gegnum ramma.

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fylgir eftir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa að málaflokkum stefnunnar. Auk þess sinnir skrifstofan eftirfylgni með lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa sér um að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Mannréttindastefnan byggir á mannréttindum og jafnræðisreglunni.

 

Jafnræðisreglan eða bann við mismunun er ein grunnhugmynd mannréttinda. Hana er að finna í helstu mannréttindasamningum og í 65. gr. stjórnarskrárinnar en reglan kveður á um að bannað sé að mismuna fólki á grundvelli tiltekinna eiginleika þess eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Um mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu

Helstu verkefni

  • Annast framkvæmd mannréttindastefnu.
  • Vinna ásamt mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði að aðgerðaáætlunum í mannréttinda- og ofbeldisvarnarmálum.
  • Fylgja eftir ákvörðunum mannréttinda og ofbeldisvarnarráðs, öldungaráðs, fjölmenningarráðs og aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks.
  • Eiga samvinnu við félög og önnur sveitarfélög í málum sem mannréttindastefna Reykjavíkurborgar nær til.
  • Eiga samráð við tilnefnda mannréttindafulltrúa á sviðum borgarinnar.
  • Efla samráð í mannréttinda- og lýðræðismálum innan borgarinnar.
  • Eiga frumkvæði að verkefnum sem tryggja mannréttindi borgarbúa.
  • Standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, þjóðernis, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.

Ráð og nefndir

  • Mannréttinda-og ofbeldisvarnarráð

    Verksvið þess er að móta stefnu í mannréttinda- og ofbeldisvarnarmálum og stuðla þannig að bættum mannréttindum borgarbúa. Ráðið fer einnig með verkefni jafnréttisnefndar og önnur verkefni á sviði mannréttindamála í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.
  • Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

    Verksvið hennar er að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni fatlaðs fólks í aðgengismálum í víðum skilningi, við mótun allrar þjónustu borgarinnar sem snýr að fötluðu fólki og eftir atvikum öðrum hagsmunamálum fatlaðs fólks. 
  • Fjölmenningarráð

    Verksvið þess er að vera borgarstjórn og nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni hagsmuni borgarbúa sem eru innflytjendur.
  • Íbúaráð

    Verksvið þeirra er að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar og eru mikilvægur samráðsvettvangur Reykjavíkurborgar. 
  • Öldungaráð

    Verksvið þess er að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem er 67 ára og eldri.

Útgefið efni

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa gefur út margs konar efni. 

Fræðsla

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa veitir fræðslu um mannréttindastefnu borgarinnar sem og um önnur mannréttindamál, en hægt er að senda fyrirspurnir og fræðslubeiðnir á mannrettindi@reykjavik.is.

Styrkir og verðlaun

Ár hvert eru Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi. Einnig eru reglulega veittir styrkir til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun borgarsamfélagsins, jafnræði borgarbúa og fjölbreytilegu mannlífi.

Mannréttindastjóri

Mannréttindastjóri er Anna Kristinsdóttir.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ef þú vilt vita meira.

 

Langar þig að vita meira um mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar?

 

Vilt þú fá aðstoð við að vinna að jafnréttisáætlun fyrir þinn vinnustað hjá borginni?

 

Telur þú þig hafa orðið fyrir mismunun í þjónustu Reykjavíkurborgar?

 

Telur þú að Reykjavíkurborg sem stjórnvald hafi brotið gegn rétti þínum?

 

Hefur þú orðið vitni að mismunun á einhverjum vinnustað borgarinnar?

 

Hefur þú tillögu sem lýtur að mannréttindamálum hjá Reykjavíkurborg?

 

Starfar þú fyrir félagasamtök eða annað sveitarfélag og hefur áhuga á samstarfi?

Netfang: mannrettindi@reykjavik.is
Sími: 411 4156