Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Teikning af fjórum manneskjum sem halda á og horfa í gegnum ramma.

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fylgir eftir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa að málaflokkum stefnunnar. Auk þess sinnir skrifstofan eftirfylgni með lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa sér um að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Mannréttindastefnan byggir á mannréttindum og jafnræðisreglunni.

 

Jafnræðisreglan eða bann við mismunun er ein grunnhugmynd mannréttinda. Hana er að finna í helstu mannréttindasamningum og í 65. gr. stjórnarskrárinnar en reglan kveður á um að bannað sé að mismuna fólki á grundvelli tiltekinna eiginleika þess eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Um mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ef þú vilt vita meira.

 

Langar þig að vita meira um mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar?

 

Vilt þú fá aðstoð við að vinna að jafnréttisáætlun fyrir þinn vinnustað hjá borginni?

 

Telur þú þig hafa orðið fyrir mismunun í þjónustu Reykjavíkurborgar?

 

Telur þú að Reykjavíkurborg sem stjórnvald hafi brotið gegn rétti þínum?

 

Hefur þú orðið vitni að mismunun á einhverjum vinnustað borgarinnar?

 

Hefur þú tillögu sem lýtur að mannréttindamálum hjá Reykjavíkurborg?

 

Starfar þú fyrir félagasamtök eða annað sveitarfélag og hefur áhuga á samstarfi?

Netfang: mannrettindi@reykjavik.is
Sími: 411 4156