Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun

""

Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun (KFS) er tæki sem notað er til þess að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu fjármuna.

Markmið

Íbúar eru hornsteinar í öllu starfi Reykjavíkurborgar. Til þess að þjónusta borgarinnar henti ólíkum þörfum íbúa og stuðli að jöfnum tækifærum þeirra er mikilvægt að greina áhrif opinbers fjármagns og verklags á íbúa. Markmiðið með innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar (KFS) hjá Reykjavíkurborg er að samþætta mannréttindastefnu og fjármálastefnu borgarinnar. Stefnt er að réttlátri dreifingu fjármuna og gæða með tilliti til mismunandi þarfa borgarbúa.

Viltu vita meira?

Hér má finna upplýsingar um hvernig innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hefur verið háttað hjá Reykjavíkurborg.

 

Þekkingarkista um kynja- og jafnréttissjónarmið í umhverfis- og loftslagsmálum

Þekkingarkistan er afurð rannsóknar sem fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2022 og var unnið í samstarfi við Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Miðaði verkefnið að því að kortleggja helstu kynja- og jafnréttissjónarmið sem horfa þarf til samhliða þróun Reykjavíkurborgar í átt að kolefnishlutleysi en vonast er til að þessi þekkingarkista nýtist einnig öðrum sveitarfélögum, stjórnvöldum og stofnunum í vegferð sinni að réttlátum umskiptum í umhverfis- og loftslagsmálum.

Teikning af húsi sem er eins og blómapottur í laginu og kona vökvar gróður á þakinu

Hafa samband

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við verkefnastýru Kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, Sigríði Finnbogadóttur