Skrifstofur Ráðhúss

Ráðhúsið hýsir starfsemi borgarstjórnar og borgarstjóra Reykjavíkur, ásamt öðrum skrifstofum sem snúa að stjórnsýslu. 

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Kjarnahlutverk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara felst í þjónustu við embætti borgarstjóra og borgarritara auk þess sem hún hefur yfirumsjón með miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslunnar.

Skrifstofa borgarstjórnar

Skrifstofa borgarstjórnar fer með alla umsýslu fyrir borgarstjórn, borgarráð, forsætisnefnd og ýmsar aðrar nefndir. Í því felst móttaka og meðferð gagna, undirbúningur funda, svo sem gerð og útsending dagskrár, framkvæmd funda, þar með talið ritun fundargerða og ráðgjöf til formanns og annarra fundarmanna. Jafnframt frágangur gagna og tilkynningar um afgreiðslu mála, birting fundargerða og upplýsingagjöf til almennings.

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fylgir eftir ákvörðunum mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Ráðið starfar í umboði borgarráðs Reykjavíkur og mótar stefnu, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs í mannréttinda- og ofbeldisvarnarmálum.

Borgarlögmaður

Borgarlögmaður er í fyrirsvari fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar um lögfræðileg málefni. Hann hefur með höndum málflutning og aðra réttargæslu ásamt samningsgerð fyrir hönd Reykjavíkurborgar.