Styrkir og verðlaun
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð veitir ár hvert Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar, auk fjölda styrkja til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga.
Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á mannréttindastefnu borgarinnar og mikilvægi samfélags þar sem mannréttindi eru virt.
Lokað er fyrir tilnefningar. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu berast á netfangið mannrettindi@reykjavik.is. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum 600.000 kr.
Verðlaunin verða afhent í Höfða af borgarstjóra Reykjavíkur þann 16. maí á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar.
Dómnefnd til verðlaunanna er skipuð af mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar til eins árs í senn. Hana skipa þrír einstaklingar sem hafa haft aðkomu að jafnréttis- og mannréttindamálum í sínum störfum.
Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar:
- 2023 Trans Ísland
- 2022 Pepp, grasrót fólks í fátækt
- 2021 Rótin félag um konur, áföll og vímugjafa
- 2020 Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
- 2019 Móðurmál - samtök um tvítyngi
- 2018 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
- 2017 Með okkar augum
- 2016 Þórunn Ólafsdóttir
- 2015 Frú Ragnheiður
- 2014 Geðhjálp
- 2013 Kvennaathvarfið
- 2012 List án landamæra
- 2011 Hinsegin dagar
- 2010 Blátt áfram
- 2009 Rauði Kross Íslands
- 2008 Alþjóðahús
Styrkir mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð Reykjavíkurborgar veitir almenna styrki til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga.
Almennir styrkir
Almennir styrkir eru veittir til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til starfsemi og þjónustu sem stuðlar að farsælli þróun borgarsamfélagsins, jafnræði borgarbúa og fjölbreytilegu mannlífi.
Allar umsóknir skulu innihalda sundurliðaða kostnaðaráætlun, bæði hvað varðar gjöld og tekjur. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa veitir almenna ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi útfyllingu umsókna.
Greinagerð um ráðstöfun styrks skal skila innan árs frá því styrkur var veittur.
- Reglur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um styrki
- Eyðublað vegna greinargerðar um ráðstöfun styrks
Hverfissjóður Reykjavíkurborgar
Sjóðurinn styrkir hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum.
Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar.
Skil umsókna
Umsókn skal send á netfangið: mannrettindi@reykjavik.is.
Einnig er hægt að senda umsókn með pósti:
Ráðhús Reykjavíkur
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík