Kynlegar tölur

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa og mannréttinda-, og ofbeldisvarnarráð Reykjavíkurborgar gefa út bækling sem nefnist „Kynlegar tölur“ og hefur hann að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu kynjanna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni.

Kynlegar tölur 2023

Í samantekt kynlegra talna ársins 2023 má finna tölulegar upplýsingar sem ætlað er að varpa ljósi á ólíka stöðu kynjanna í Reykjavík og víðar. 

Í ár var sjónum beint að innflytjendum í Reykjavík, og erlendis, ofbeldi og fleiru. 

Þú getur flett bæklingnum hér fyrir neðan. Hægt er að stækka bæklinginn hér að neðan með því að ýta á þrípunktinn í hægra horni og velja þar skjáinn.

Fyrri ár

Kynlegar tölur hafa verið gefnar út árlega frá 2011. Tölulegar upplýsingar um kyn og margbreytileika í Reykjavík eru í brennidepli, en á ári hverju eru mismunandi þættir teknir fyrir, svo sem kosningar, ofbeldi, íþróttir, vinnumarkaður, lýðheilsa og fleira. Sjónum er beint að tölfræðiupplýsingum sem sýna fram á ólíka og jafnvel ójafna stöðu kynjanna sem og annarra hópa og gefa tilefni til þess að skoða hvað býr að baki þeirra. Bæklingarnir eru allir aðgengilegir hér (í pdf formi):