Kynin í borginni

Hér er að finna allskonar kyngreinda tölfræði um fólkið í borginni.

Söfnun og greining upplýsinga um stöðu kynjanna og annarra hópa í samfélaginu er hornsteinn að markvissu jafnréttisstarfi og því mikilvægur þáttur í framkvæmd kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, og alls jafnréttisstarfs.

Þær upplýsingar sem settar eru fram hér eru ætlaðar til að auðvelda fólki að nálgast kyngreindar tölur sem styðja við markvissa ákvarðanatöku.