Uppbygging íbúða í Reykjavík

Uppbygging íbúða í Reykjavík

Mikil uppbygging og hraður vöxtur borgarinnar krefst þess að upplýsingar um uppbyggingarsvæðin sé aðgengileg og áreiðanleg. Að baki þurfa að liggja traust gögn sem uppfærast hratt þannig að á hverjum tíma sé öllum ljóst hvað er verið að gera á hverju svæði.

Uppbyggingin hefur bein áhrif á íbúa og þeirra lífsgæði og því er mjög mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram með skiljanlegum hætti á sama tíma og þær verða að vera ítarlegar.

Gögn sótt úr kortasjá: 31. mars 2025
Fjöldi íbúa
Núverandi fjöldi íbúa í Reykjavík

Heildarfjöldi íbúa í Reykjavík.

Upplýsingarnar eru fengnar úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR).

142.360
Fjöldi fullbúinna íbúða
Íbúðir með lokaúttekt eða hafa verið teknar í notkun

Upplýsingar um fjölda fullbyggðra íbúða innan borgarinnar.

Upplýsingarnar eru fengnar úr gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar í Landupplýsingakerfi Reykjavíkur.

58.925
Þéttleiki byggðs svæðis
Íbúar á hvern km²

Fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra byggðs svæðis, þar sem byggð svæði eru skilgreind innan vaxtarmarka aðalskipulags Reykjavíkur.

Upplýsingarnar eru fengnar úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (Borgarvefsjá).

2.465
Íbúðir í byggingu
Fjöldi íbúða í byggingu í borginni

Fjöldi íbúða í byggingu byggir á upplýsingum um útgefin byggingarleyfi.

Upplýsingar eru sóttar í gagnagrunn húsnæðisuppbyggingar.

3.087
Fjöldi íbúa og fjöldi íbúða eftir borgarhlutum
Íbúafjöldi og fjöldi húsnæðiseininga í Reykjavík

Upplýsingar um íbúafjölda í hlutfalli við fjölda fullbyggðra íbúða eftir borgarhlutum.

Upplýsingarnar eru fengnar úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkurborgar (LUKR).

Árbær
Breiðholt
Grafarholt-Úlfarsárdalur
Grafarvogur
Háaleiti-Bústaðir
Hlíðar
Kjalarnes
Laugardalur
Miðborg
Vesturbær
Íbúafjöldi
Íbúðir
Framtíðarsvæði
12.435
Þróunarsvæði
9.116
Svæði í skipulagsferli
11.816
Samþykkt deiliskipulag
3.261
Byggingarhæfar lóðir
2.012
Í byggingu
3.087
Áætlaður íbúafjöldi
Nýir íbúar eftir uppbyggingu 41.727 íbúða

Áætlaður íbúafjöldi eftir að uppbyggingu húsnæðis lýkur. Bæði húsnæðis sem er í byggingu og áform eru uppi um að byggja.

Gert er ráð fyrir að meðaltali sama fjölda íbúa á hverja íbúð eins og hún er í dag.

100.810
Íbúar alls 243.170
Fjöldi íbúða
Nýjar íbúðir eftir uppbyggingu

Fjöldi íbúða eftir að uppbyggingu húsnæðis lýkur.

41.727
Íbúðir alls 100.652
Húsnæðisfélög án hagnaðar
10.279 íbúðir innan borgarhlutans

Hlutfall uppbyggingar húsnæðisfélaga innan borgarhlutans.

Húsnæði í kortasjá er flokkað sem „almennur markaður“ eða „húsnæðisfélög.“

Gögn eru sótt úr kortasjá, gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar Reykjavíkurborgar.

24%
5 mín. ganga að Borgarlínustöð
68 verkefni

Fjöldi verkefna með göngutíma undir 5 mínútum að næstu Borgarlínubiðstöð, mældur frá miðpunkti verkefnisreits. Vegalengd er 400 metrar.

Sýnir hlutfall verkefna með stuttan göngutíma innan borgarhlutans.

Gögn eru sótt úr kortasjá, gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar Reykjavíkurborgar.

23%

Verkefni og verkfæri

Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að skapa skilyrði til að á hverjum tíma séu nægilega margar lóðir byggingarhæfar til að mæta þörf fyrir húsnæði. Helstu verkfæri til að vinna að framgangi verkefna í samráði við íbúa og hagaðila eru meðal annars

 

Reykjavík í þróun

Gæði upplýsinga

Við alla áætlunarvinnu er eins og gefur að skilja verið að vinna með hugmyndir. Uppgefinn fjöldi íbúða á framtíðar-og þróunarsvæðum og svæðum í skipulagsferli gefur aðeins hugmynd um uppbyggingarmöguleika á viðkomandi svæði og er endanlegur fjöldi íbúða ávallt háður niðurstöðu lögformlegs deiliskipulagsferlis , sem felur í sér almennt mat á umhverfisáhrifum, samráðs- og kynningarferli í nærumhverfinu og mat verkefnis útfrá settum gæðakröfum og megin markmiðum aðalskipulags.

 

 

Hvar fæ ég frekar upplýsingar?

Athafnaborgin

Skráðu þig á póstlista Athafnaborgarinnar
Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík

 

Atvinnu- og borgarþróunarteymi
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Ráðhús Reykjavíkur
Reykjavíkurborg

Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is