Uppbygging íbúða í Reykjavík

Mikil uppbygging og hraður vöxtur borgarinnar krefst þess að upplýsingar um uppbyggingarsvæðin sé aðgengileg og áreiðanleg. Að baki þurfa að liggja traust gögn sem uppfærast hratt þannig að á hverjum tíma sé öllum ljóst hvað er verið að gera á hverju svæði.
Uppbyggingin hefur bein áhrif á íbúa og þeirra lífsgæði og því er mjög mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram með skiljanlegum hætti á sama tíma og þær verða að vera ítarlegar.
Heildarfjöldi íbúa í Reykjavík.
Upplýsingarnar eru fengnar úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR).
Upplýsingar um fjölda fullbyggðra íbúða innan borgarinnar.
Upplýsingarnar eru fengnar úr gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar í Landupplýsingakerfi Reykjavíkur.
Fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra byggðs svæðis, þar sem byggð svæði eru skilgreind innan vaxtarmarka aðalskipulags Reykjavíkur.
Upplýsingarnar eru fengnar úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (Borgarvefsjá).
Fjöldi íbúða í byggingu byggir á upplýsingum um útgefin byggingarleyfi.
Upplýsingar eru sóttar í gagnagrunn húsnæðisuppbyggingar.
Hlutfall uppbyggingar húsnæðisfélaga innan borgarhlutans.
Húsnæði í kortasjá er flokkað sem „almennur markaður“ eða „húsnæðisfélög.“
Gögn eru sótt úr kortasjá, gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar Reykjavíkurborgar.
Fjöldi verkefna með göngutíma undir 5 mínútum að næstu Borgarlínubiðstöð, mældur frá miðpunkti verkefnisreits. Vegalengd er 400 metrar.
Sýnir hlutfall verkefna með stuttan göngutíma innan borgarhlutans.
Gögn eru sótt úr kortasjá, gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar Reykjavíkurborgar.
Verkefni og verkfæri
Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að skapa skilyrði til að á hverjum tíma séu nægilega margar lóðir byggingarhæfar til að mæta þörf fyrir húsnæði. Helstu verkfæri til að vinna að framgangi verkefna í samráði við íbúa og hagaðila eru meðal annars

Gæði upplýsinga
Við alla áætlunarvinnu er eins og gefur að skilja verið að vinna með hugmyndir. Uppgefinn fjöldi íbúða á framtíðar-og þróunarsvæðum og svæðum í skipulagsferli gefur aðeins hugmynd um uppbyggingarmöguleika á viðkomandi svæði og er endanlegur fjöldi íbúða ávallt háður niðurstöðu lögformlegs deiliskipulagsferlis , sem felur í sér almennt mat á umhverfisáhrifum, samráðs- og kynningarferli í nærumhverfinu og mat verkefnis útfrá settum gæðakröfum og megin markmiðum aðalskipulags.
Ártúnshöfði
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur er eitt stærsta uppbyggingarsvæði Reykjavíkur og mun ásýnd þessa rótgróna atvinnu- og iðnaðarsvæðis gjörbreytast á næstu árum. Áætlað er þarna rísi á sjöunda þúsund íbúðir og þar muni búa um 20.000 íbúar, í bland við atvinnustarfsemi og blómlegt borgarlíf.
Barónsreitur
Skipulagsreitur norðan og sunnan Hverfisgötu þar sem hillir undir endalok uppbyggingar sem staðið hefur yfir í nærri áratug.
Breiðholt I - Bakkar
Byggja á íbúðir á grænni þróunarlóð og námsmannaíbúðir á vegum Byggingafélags námsmanna við Arnarbakka ásamt verslunar- og þjónusturýmum, skv. samþykktu hverfisskipulagi og breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur.
Breiðholt III - Fell
Heimilt er samkvæmt samþykktu hverfisskipulagi Breiðholts og breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur að byggja hátt í 90 íbúðir á þróunarreit í Fellunum í Efra Breiðholti. Þar er m.a. gert ráð fyrir byggingu nýrra námsmannaíbúða og byggingu sérbýla á grænum þróunarlóðum, ásamt endurskoðum á þegar úthlutuðum byggingarheimildum.
Brekknaás - Vindás
Uppbyggingu félagslegra íbúða og leiguíbúða er að ljúka á þróunarreitnum.
Háskóli Íslands
Þróunaráætlun sem er í vinnslu fyrir Háskóla Íslands gerir ráð fyrir töluvert aukinni íbúðabyggð á svæðinu með byggingu á annað hundrað íbúða.
Héðinsreitur
Ný fjölbýlishúsabyggð með inngörðum, verslunum og veitingastöðum á jarðhæðum er að rísa á vegum Vesturvinjar og Granda íbúðafélags á svæði sem áður var umfangsmikil atvinnustarfsemi.
Heklureitur
Á Heklureitnum, þar sem bifreiðaumboðið Hekla og fleiri fyrirtæki hafa verið með atvinnustarfsemi í áratugi, eigan að rísa fimm fjölbýlishús með 445 íbúðum. Verslunar- og atvinnurýmum verða á jarðhæðum sem snúa að Laugavegi og ráðgert er að fyrsti áfangi Borgarlínu fari þar um.
Hlíðarendi
Það er flutt inn í fjölda íbúða í nýja hverfinu í Vatnsmýri, sem einkennist af randbyggðum húsum með skjólríkum innigörðum og þjónustu víða á jarðhæðum.
Hraunbær - Bæjarháls
Hverfisskipulag Árbæjar heimilar umtalsverða íbúðauppbyggingu í Árbæjarhverfi.
Keldur
Spennandi uppbygging er fram undan á Keldnalandi þar sem nýtt borgarhverfi með tæplega 6.000 íbúðum á að rísa á næstu áratugum í vel tengdu íbúahverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og fjölbreyttra vinnustaða þar sem þúsundir munu búa og starfa.
Kirkjusandur
Nýtt íbúðahverfi á Kirkjusandi hefur gerbreytt ásýnd þessa gamla atvinnusvæðis í norðurhluta borgarinnar þar sem enn frekari uppbygging er á döfinni.
Kringlan
Áform um áfangaskipta uppbyggingu nýs borgarhverfis með blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi eru að taka á sig mynd. Skipulag hverfisins er unnið samkvæmt BREEAM sjálfbærnistaðli með áherslu á gönguvænt umhverfi þar sem umferð akandi, hjólandi og gangandi er gert jafnhátt undir höfði .
Laugavegur
Endurbygging eldri húsa á minni þéttingarreitum við eða nærri Laugavegi.
Nýi - Skerjafjörður
Deiliskipulag liggur fyrir vegna 690 íbúða í fyrri áfanga uppbyggingar Nýja-Skerjafjarðar. Annar áfangi verkefnisins er skilgreindur sem framtíðarsvæði fyrir 550 íbúðir.
Orkureitur
Umhverfisvottuð íbúðabyggð með á fimmta hundrað íbúðum er í byggingu á milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla. Reiturinn liggur miðsvæðis við fyrirhugaðan fyrsta áfanga Borgarlínu, gegnt útivistarsvæðinu í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu í Skeifunni og Glæsibæ. Byggingarframkvæmdir hófust 2023 og verklok eru áætluð 2027.
Öskjuhlíð - Nauthólsvegur
Á döfinni er áframhaldandi uppbygging stúdentaíbúða og bygging íbúða fyrir almennan markað.
Rafstöðvarvegur - Ártúnsholt
Framtíðarsvæði þar sem eru áform um byggingu 50 íbúðir á Ártúnsholti austur og vestur.
Reynisvatnsás
Einbýlishúsahverfi á Reynisvatnsási.
Sjómannaskólareitur
Uppbygging félagslegra íbúða er komin vel á veg á Sjómannaskólareitnum.
Skeifan
Þróun og umbreyting rógróins verslunar- og atvinnusvæðis í blandaða byggð fjölbýlishúsa með hátt í áttahundruð íbúðum, skrifstofum og þjónustu er hafin í Skeifunni. Svæðið er miðsvæðis í borginni, góðar tengingar í allar áttir, stutt í útivistarsvæðið í Laugardal og fyrsti áfangi Borgarlínur verður í næsta nágrenni við svæðið.
Sunnan Skyggnisbrautar
Það sígur á seinni hluta framkvæmda við einbýlis-, par og raðhús í Úlfarsárdal, sunnan Skyggnisbrautar.
Vesturbugt
Byggja á fjölbýlishús með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðum og verslunar- og þjónustuhúsnæði á fyrrum atvinnusvæði við gömlu höfnina sem hefur lengi verið í biðstöðu.
Grafarholt - Úlfarsárdalur
Grafarholt-Úlfarsárdalur er nýjasti borgarhluti Reykjavíkur og sá þriðji stærsti að flatarmáli. Framkvæmdum er að ljúka sunnan við Leirtjörn og nýtt byggingarsvæðið er í skipulagning þar norðvestan við.
Grafarvogur
Grafarvogur er þriðji fjölmennasti borgarhluti Reykjavíkur og þar eru miklar framkvæmdir í gangi. Mest hefur verið byggt í Bryggjuhverfinu og Gufunesi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru hafnar á Ártúnshöfða.
Háaleiti - Bústaðir
Háaleiti-Bústaðir er þriðji þéttbýlasti borgarhluti Reykjavíkur og sá fimmti fjölmennasti. Uppbygging hefur verið við Útvarpshúsið, í nágrenni Borgarspítalans og framkvæmdir standa yfir á Orkureitnum.
Laugardalur
Laugardalur er fjórði þéttbýlasti borgarhluti Reykjavíkur og sá næst fjölmennasti. Mest uppbygging hefur verið á Kirkjusandi og í Vogabyggð og framkvæmdir standa einnig yfir í Skeifu og á Sigtúnsreit.
Hvar fæ ég frekar upplýsingar?
Athafnaborgin
Skráðu þig á póstlista Athafnaborgarinnar
Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík
Atvinnu- og borgarþróunarteymi
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Ráðhús Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is