Uppbygging íbúða í Reykjavík

Mikil uppbygging og hraður vöxtur borgarinnar krefst þess að upplýsingar um uppbyggingarsvæðin sé aðgengileg og áreiðanleg. Að baki þurfa að liggja traust gögn sem uppfærast hratt þannig að á hverjum tíma sé öllum ljóst hvað er verið að gera á hverju svæði.
Uppbyggingin hefur bein áhrif á íbúa og þeirra lífsgæði og því er mjög mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram með skiljanlegum hætti á sama tíma og þær verða að vera ítarlegar.
Verkefni og verkfæri
Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að skapa skilyrði til að á hverjum tíma séu nægilega margar lóðir byggingarhæfar til að mæta þörf fyrir húsnæði. Helstu verkfæri til að vinna að framgangi verkefna í samráði við íbúa og hagaðila eru meðal annars

Gæði upplýsinga
Við alla áætlunarvinnu er eins og gefur að skilja verið að vinna með hugmyndir. Uppgefinn fjöldi íbúða á framtíðar-og þróunarsvæðum og svæðum í skipulagsferli gefur aðeins hugmynd um uppbyggingarmöguleika á viðkomandi svæði og er endanlegur fjöldi íbúða ávallt háður niðurstöðu lögformlegs deiliskipulagsferlis , sem felur í sér almennt mat á umhverfisáhrifum, samráðs- og kynningarferli í nærumhverfinu og mat verkefnis útfrá settum gæðakröfum og megin markmiðum aðalskipulags.
Hvar fæ ég frekar upplýsingar?
Athafnaborgin
Skráðu þig á póstlista Athafnaborgarinnar
Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík
Atvinnu- og borgarþróunarteymi
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Ráðhús Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is