Uppbygging húsnæðis

Teikning af samsetningu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir og hver eru næstu uppbyggingarsvæðin?

Í kortasjánni hér fyrir neðan getur þú skoðað helstu uppbyggingarsvæðin í borginni, hvort heldur eftir borgarhlutum eða eðli verkefna.

Hvenær var kortasjáin uppfærð?

Kortasjáin er uppfærð að lágmarki ársfjórðungslega. Athugasemdir og/eða ábendingar varðandi sjána má senda á 
athafnaborgin@reykjavik.is

Hvað er í kortasjánni?

Kortasjá var opnuð 4. nóvember 2022 til að sýna hvar verið er að byggja og hver eru framtíðar uppbyggingarsvæði í Reykjavík. 

Hægt er að skoða eftir mismunandi byggingarstigum og eftir hverfum: íbúðir í byggingu, íbúðir í samþykktu deiliskipulagi, íbúðir í skipulagsferli og íbúðir á þróunarsvæðum. Alls eru þetta upplýsingar um rúmlega 26 þúsund íbúðir úr húsnæðisáætlun sem að eru sýnilegar á kortinu. Til að setja þessa miklu uppbyggingu í samhengi eru í dag um 58 þúsund íbúðir í Reykjavík.

  • Þú getur séð uppbyggingu eftir hverfum og á hvaða stigi uppbyggingin er. Með því að smella á reit koma upplýsingar eftir atvikum um fjölda íbúða, framkvæmdaraðila, áætluð verklok og hönnuð verkefnis.

Skýringartexti

Framtíðarsvæði Lauslegar hugmyndir og áætlaðar  heimildir um uppbyggingarsvæði. Formleg skipulagsvinna ekki hafin. 
Þróunarsvæði Uppbyggingarsvæði þar sem viðræður eru hafnar við hagaðila en formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Áætlaðar heimildir en svæðið getur verið komin í undirbúningsferli, t.d. með skipulagssamkeppni. 
Svæði í skipulagsferli Uppbyggingarsvæði í skipulagsferli; skipulagslýsing hefur verið auglýst eða skipulagsgerð stendur yfir sem leiðir til formlegrar tillögu.
Samþykkt deiliskipulag Staðfest deiliskipulag liggur fyrir en lóð er ekki byggingahæf, þar sem innviðauppbygging, s.s. gatnagerð, er ekki hafin. Biðstaða getur einnig verið vegna samninga.
Byggingarhæfar lóðir Staðfest deiliskipulag liggur fyrir og  gatnagerð er lokið. Lóðarhafi getur hafið byggingarframkvæmdir. 
Íbúðir í byggingu Íbúðir sem eru í byggingu  á hverjum tíma á byggingarhæfum lóðum.
Verkefnum lokið Íbúðir sem hafa verið “útskrifaðar” þar sem byggingaframkvæmdum er lokið og búið að taka þær í notkun. 
Kortasjáin er samstarfsverkefni SBB, ÞON og USK innan Reykjavíkurborgar. Umsjón og upplýsingaöflun er á hendi atvinnu- og borgarþróunarteymis.

Nánari upplýsingar

Viltu nánari upplýsingar um uppbygginguna eða vera í sambandi við okkur?

Sendu póst á athafnaborgin@reykjavik.is

eða skráðu þig á póstlista hér.