Fyrirvari um fjölda íbúða
Uppgefinn fjöldi íbúða á framtíðar-og þróunarsvæðum og svæðum í skipulagsferli gefur aðeins hugmynd um uppbyggingarmöguleika á viðkomandi svæði og er endanlegur fjöldi íbúða ávallt háður niðurstöðu lögformlegs deiliskipulagsferlis , sem felur í sér almennt mat á umhverfisáhrifum, samráðs- og kynningarferli í nærumhverfinu og mat verkefnis útfrá settum gæðakröfum og megin markmiðum aðalskipulags.
Framtíðin byggist hér
Reykjavíkurborg hefur opnað nýtt vefsvæði sem veitir íbúum og hagsmunaaðilum skýra og aðgengilega yfirsýn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þar má sjá kortlagða þróun byggðar, upplýsingar um verkefni í gangi og framtíðaráform í hverfum borgarinnar. Markmiðið er að auka gagnsæi, bæta upplýsingamiðlun og gera borgarbúum kleift að fylgjast með hvernig borgin mótast og þróast.
Spurningar og svör
Kortið fyrir húsnæðisuppbyggingu er uppfært jafnóðum og nýjar upplýsingar berast. Þetta þýðir að ef ný gögn berast um verkefni, eins og breytt skipulag eða nýtt byggingarleyfi, eru þau sett inn. Regluleg yfirferð er þó gerð ársfjórðungslega til að tryggja nákvæmni.
Framtíðarsvæði er svæði þar sem fyrstu hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis eru að þróast. Þetta þýðir að hugmyndirnar byggja á framtíðarsýn sem er skilgreind í aðalskipulagi borgarinnar. Á þessu stigi er ekkert ákveðið eða fast í hendi.
Ef verkefni er í þróun er verið að vinna að mótun hugmynda um svæðið. Þetta ferli byrjar oft með viðræðum milli hagaðila, eins og landeigenda, fyrirtækja og borgaryfirvalda. Þegar hugmyndirnar eru mótaðar fer verkefnið í formlegt skipulagsferli, sem gæti falið í sér skipulagssamkeppni eða samráð við íbúa. Að því loknu er svæðið undirbúið fyrir framkvæmdir, eins og gatnagerð eða með lagningu lagnakerfa.
Verkefni í byggingu þýðir að framkvæmdir eru hafnar. Þetta á sér stað eftir að byggingarleyfi hefur verið gefið út. Þú getur séð framvindu framkvæmda á svæðinu í kortasjánni.
Verkefni telst lokið þegar íbúðirnar eru fullbúnar og tilbúnar til búsetu. Það þýðir að húsnæðið er tilbúið fyrir nýja íbúa. Í kortasjánni eru þó aðeins sýndar upplýsingar um íbúðir sem hafa verið skráðar eftir að kerfið var opnað í nóvember 2022.
Þróunarreitur er afmarkað svæði þar sem uppbygging fer oft fram í áföngum. Sem dæmi má nefna Orkureitinn, þar sem stærra verkefni er brotið niður í minni hluta. Með þessu er hægt að sýna heildarmyndina af uppbyggingu á reitnum í kortasjánni og sjá hvernig einstakar framkvæmdir tengjast.
Reykjavík er skipt upp í 10 borgarhluta til að auðvelda skipulag og þjónustu við borgarbúa. Hver borgarhluti inniheldur nokkur hverfi, og þetta hjálpar til við að skipuleggja uppbyggingu og samgöngur á skilvirkan hátt.
Borgarlínan er nýtt og vistvænt samgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Hún verður hluti af almenningssamgöngukerfi Strætó og mun aka á sérgreindum akreinum með forgang á gatnamótum. Þetta eykur áreiðanleika og hraða. Borgarlínan er hönnuð sem raunhæfur valkostur fyrir einkabílinn.
Við þiggjum gjarnan ábendingar um það betur má fara á netfangið athafnaborgin@reykjavik.is.
Ef um er að ræða ábendingu á einstakan verkefnisreit þá er gott að fá tengil á reitinn í kortasjá.