Fyrirvari um fjölda íbúða

Uppgefinn fjöldi íbúða á framtíðar-og þróunarsvæðum og svæðum í skipulagsferli gefur aðeins hugmynd um uppbyggingarmöguleika á viðkomandi svæði og er endanlegur fjöldi íbúða ávallt háður niðurstöðu lögformlegs deiliskipulagsferlis , sem felur í sér almennt mat á umhverfisáhrifum, samráðs- og kynningarferli í nærumhverfinu og mat verkefnis útfrá settum gæðakröfum og megin markmiðum aðalskipulags.

Framtíðin byggist hér

Reykjavíkurborg hefur opnað nýtt vefsvæði sem veitir íbúum og hagsmunaaðilum skýra og aðgengilega yfirsýn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þar má sjá kortlagða þróun byggðar, upplýsingar um verkefni í gangi og framtíðaráform í hverfum borgarinnar. Markmiðið er að auka gagnsæi, bæta upplýsingamiðlun og gera borgarbúum kleift að fylgjast með hvernig borgin mótast og þróast.

Spurningar og svör