Uppbygging íbúða í Grafarholti og Úlfarsárdal

Uppbygging - Grafarholt og Úlfarsárdalur

Grafarholt-Úlfarsárdalur er nýjasti borgarhluti Reykjavíkur og sá þriðji stærsti að flatarmáli. Framkvæmdum er að ljúka sunnan við Leirtjörn og nýtt byggingarsvæðið er í skipulagning þar norðvestan við.  

Svæðið er í örum vexti og setur þjónustumiðstöð með sundlaug, menningarhúsi og íþróttaaðstöðu mikinn svip á það. Hverfisskipulagsvinna er ekki hafin en til framtíðar er þar horft til að byggja austan við núverandi byggingarsvæði. 

Hverfisskipulag

Vinna við hverfisskipulag fyrir Grafarholt er ekki hafin og ekki liggur fyrir hvenær hún hefst.

 

Upplýsingum verður miðlað á vefsíðu hverfisskipulagsins um gang vinnunnar og þær skipulagstillögur sem unnið er með.

 

Upplýsingum verður miðlað hér um gang vinnunnar og þær skipulagstillögur sem unnið er með. Þátttaka íbúa er lykilatriði í skipulagsvinnunni og eru þeir hvattir til að fylgjast með tilkynningum og taka þátt í samráðsferli hverfisskipulagsins þegar þar að kemur.

Reykjavík loftmynd 2023. Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson

Uppbyggingarhugmyndir 

Ný þjónustumiðstöð með sundlaug, menningarhúsi og íþróttaaðstöðu eykur þjónustu og bætir aðgengi íbúa. Hverfisskipulag er enn ekki hafið, en horft er til mögulegrar byggingar austan við núverandi byggingarsvæði í framtíðinni. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að um 800 íbúðir bætist við svæðið til ársins 2040. 

Lífsgæði 

Grafarholt-Úlfarsárdalur er fjölskylduvænn borgarhluti með vaxandi og fjölbreyttri íbúðabyggð. Svæðið er eftirsóknarvert fyrir þá sem vilja búa nálægt borginni en einnig njóta útivistar í náttúrunni. Það býður upp á góða útivistarmöguleika, m.a. við Úlfarsá og Úlfarsfell.

Samgöngur og þjónusta

Grunnþjónusta í Grafarholti-Úlfarsárdal hefur þróast í takt við uppbyggingu, með góðu aðgengi að skólum, frístundastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og verslunum. Svæðið er vel tengt við strætókerfi borgarinnar og samgöngur eru almennt góðar, þó tafir geti komið upp á háannatímum. Hjóla- og gönguleiðir eru víða og bjóða upp á skemmtilega útivistarmöguleika.

Hvar fæ ég frekar upplýsingar?

Athafnaborgin

Skráðu þig á póstlista Athafnaborgarinnar
Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík

 

Atvinnu- og borgarþróunarteymi
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Ráðhús Reykjavíkur
Reykjavíkurborg

Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is