Gufunes
Áfangaskipt uppbygging nýs borgarhverfis er hafin, í samspili við atvinnustarfsemi skapandi greina, náttúru svæðisins og mannvirki þessa gamalgróna iðnaðarsvæðisins.
Áfangar í uppbyggingu þróunarreits
Umbreyting atvinnusvæðis í íbúðabyggð er vel á veg komin. Áformað er að byggja yfir 1.500 íbúðir í Gufunesi og voru um 4.600 íbúðir þegar tilbúnar haustið 2024.
Helstu áfangar:
- 2013: Vinnuhópur skipaður um framtíðparmöguleika Gufuness.
- 2016: Samið við RVK studios um kaup á fasteignum í Gufunesi undir kvikmyndaver sem verður akkeri í framtíðarþróun svæðisins.
- 2016: Efnt til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Gufunessvæðisins. Hönnunarteymi jvantspijker+ Felixx bar sigur úr bítum og var vinningstillagan höfð til grundvallar við vinnu deiliskipulags.
- 2018: Fyrsti áfangi deiliskipulags fyrir allt að 500 íbúðir og atvinnustarfsemi í Gufunesi samþykktur.
- 2020: Skóflustunga tekin að fyrsta íbúðunum við Jöfursbás 11 í Gufunesi þar sem rísa alls 137 íbúðir sem ætluð eru ungu fólki og fyrstu kaupendum. Fyrstu íbúðirnar voru afhentar síðsumars.
- 2021: Framkvæmdir hefjast við byggingu 73 íbúða fyrir almennan makað við Jöfursbás 7 og 65 vistvænna íbúða við Jöfursbás 9.
- 2022: Byggingu 137 vistvænna íbúða lokið við Jöfursbás 11. Framkvæmdir hafnar við byggingu 75 íbúða fyrir almennan markað við Jöfursbás 5.
- 2023: Uppbyggingu 73 íbúða lokið við Jöfursbás 7 og 14 íbúða við Jöfursbás 9A. Framkvæmdir hafnar við byggingu 24 vistvænna íbúða við Jöfursbás 9B.
- 2024: Uppbyggingu 75 íbúða lokið við Jöfursbás 5 og framkvæmdir hafnar við byggingu 60 íbúða af 190 sem reisa á við Jöfursbás 1-3.
- 2025: Framkvæmdir eiga að hefjist við byggingu 27 íbúða við Jöfursbás 9C og 9D. Afhending áætluð um vorið á 24 íbúðum við Jöfursbás 9B.
- 2025: Lóðir við Gufunesveg 32 (72 íbúðir) og við Gufunesveg 36 (29 íbúðir) eru byggingarhæfar og samþykkt deiliskipulag er fyrir byggingu 13 íbúða við Þengilsbás 3.
- 2025: Annar áfangi uppbyggingar í Gufunesi er í skipulagsferli. Áætlað er að þar megi rísa um 500 íbúðir. Á reit C í Gufunesi I sem er skráður þróunarsvæði er horft til þess að megi byggja 370 íbúðir.
- 2027: Áformuð verklok framkvæmda við Jöfursbás 1-3.
Hvar fæ ég frekar upplýsingar?
Athafnaborgin
Skráðu þig á póstlista Athafnaborgarinnar
Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík
Atvinnu- og borgarþróunarteymi
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Ráðhús Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is