Hverfisskipulag

Öll gróin hverfi borgarinnar munu fá sérstakt hverfisskipulag þar sem er mótuð stefna um breytingar á húsnæði, fjölgun íbúa, samgöngur, græn svæði og styrkingu verslunar og þjónustu í hverfunum.
Einfaldara verður fyrir íbúa að sækja um breytingar á fasteignum sínum eða lóðum með tilkomu hverfisskipulags.
Hver er staðan í mínu hverfi?
- Hverfisskipulag fyrir Árbæ Lokið.
- Hverfisskipulag fyrir Breiðholt Lokið.
- Hverfisskipulag fyrir Hlíðar Í gangi.
- Hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaðahverfi Í gangi.
- Hverfisskipulag fyrir Laugardal Í gangi.
- Hverfisskipulag fyrir Grafarvog Ekki hafið.
- Hverfisskipulag fyrir Grafarholt Ekki hafið.
- Hverfisskipulag fyrir Kjalarnes Ekki hafið.
- Hverfisskipulag fyrir Vesturbæ Ekki hafið.
- Hverfisskipulag fyrir Miðbæ Ekki hafið.
Mín eign
Þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt er auðveldara fyrir íbúa að gera breytingar eða byggja við húsin sín. Til dæmis byggja kvisti, svalir eða breyta bílskúr í íbúð. Eða sameina íbúðir í þegar byggðum húsum.

Hvað er hverfisskipulag?
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru nýjung í skipulagsmálum hérlendis og eru fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru grundvallaðar á stefnumörkun Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og er ætlað að leiðbeina um útfærslur á ýmsum heimildum sem fram koma í skilmálum hverfisskipulags.
Spurt og svarað
Algengar spurningar og svör sem tengist skipulagsmálum.
Hverfisskipulag
Verkefnið heyrir undir embætti skipulagsfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
-
Verkefnastjóri er Ævar Harðarson
-
Hverfisskipulag Reykjavíkur
-
Skrifstofa skipulagsfulltrúa
Spurningar, fréttir, ábendingar og framvegis má senda á netfangið hverfisskipulag@reykjavik.is