Hverfisskipulag

Öll gróin hverfi borgarinnar munu fá sérstakt hverfisskipulag þar sem er mótuð stefna um breytingar á húsnæði, fjölgun íbúa, samgöngur, græn svæði og styrkingu verslunar og þjónustu í hverfunum.

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur. Einfaldara verður fyrir íbúa að sækja um breytingar á húsum sínum eða lóðum með tilkomu hverfisskipulags.

Mín eign

Hverfisskipulag heimilar víða viðbyggingar og breytingar á íbúðarhúsum. Einnig er á mörgum stöðum heimilt að búa til aukaíbúð innan núverandi íbúðar eða í bílskúr. Þannig verður auðveldara fyrir íbúa að gera breytingar á sínum eignum og dýrar og tímafrekar grenndarkynningar og deiliskipulagsbreytingar að mestu óþarfar.

Til að sjá hvaða breytingar þú mátt gera þarft þú að skoða hvaða skilmálar gilda fyrir þína eign í hverfisskipulagi.

Grænar áherslur

Í hverfisskipulagi er lögð áhersla á að vernda gróður og styrkja opin svæði í hverfunum. Hverfisgarðar, leiksvæði og kyrrlát svæði eru skilgreind í öllum hverfum til að hvetja til útivistar og bættrar lýðheilsu. Einnig er hugað að flokkun á sorpi og reynt að draga úr hljóð- og loftmengun innan íbúðarbyggðar.

Góð almenningsrými styrkja hverfisvitund og styðja við vistvæna ferðamáta.

Leiðbeiningar

Með hverfisskipulagi fylgja leiðbeiningar sem útfæra skilmála hverfisskipulags nánar og veita ýmsar gagnlegar upplýsingar. Í leiðbeiningunum er fjallað um fjölmörg atriði eins og viðbyggingar, þakbreytingar, svalir, svalalokanir og aðrar breytingar á húsum, útfærslu lóða, borgarbúskap og ýmislegt annað. 

 

Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru nýjung í skipulagsmálum hérlendis og eru fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru grundvallaðar á stefnumörkun Aðalskipulags Reykjavíkur.

Mitt hverfi

Borgin er í stöðugri þróun. Markmið hverfisskipulags er að gróin hverfi fái að þroskast og þróast svo þau geti tekist á við breyttar áherslur en um leið viðhaldið sérkennum sínum og karakter.

Þannig er hægt að horfa til framtíðar en standa vörð um hverfisandann - hjartsláttinn í hverju hverfi.

Vistvænni samgöngur

Mikil áhersla er lögð á að bæta aðstæður fyrir vistvænar samgöngur í hverfisskipulagi og draga úr ónæði af akandi umferð. Aukin notkun vistvænna ferðamáta helst í hendur við markmið um sjálfbær hverfi með aukinni verslun og þjónustu í blandaðri og þéttri byggð.

Samráðsferli hverfisskipulags

Samráðsferlinu við vinnu að nýju hverfisskipulagi er í grunninn skipt upp í sex skref sem fylgja skipulagsvinnunni, allt frá hugmyndaleit í upphafi vinnunnar að samþykktu skipulagi. 

""

Spurt og svarað

Algengar spurningar og svör um hverfisskipulag.

""

Hvað er hverfisskipulag?

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á meðal annars að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur.

Hverfisskipulag

Verkefnið heyrir undir embætti skipulagsfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Spurningar, fréttir, ábendingar og framvegis má senda á netfangið hverfisskipulag@reykjavik.is