Ártúnshöfði
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur er eitt stærsta uppbyggingarsvæði Reykjavíkur og mun ásýnd þessa rótgróna atvinnu- og iðnaðarsvæðis gjörbreytast á næstu árum. Áætlað er þarna rísi á sjöunda þúsund íbúðir og þar muni búa um 20.000 íbúar, í bland við atvinnustarfsemi og blómlegt borgarlíf.
Með nýrri uppbyggingu eru græn sjónarmið höfð að leiðarljósi og að nýta innviði sem best. Áhersla er lögð á að vöxtur sé innan skilgreindra vaxtarmarka og að 80% uppbyggingar íbúðarhúsnæðis verði innan áhrifasvæðis Borgarlínu.
Á spjöldunum hér fyrir neðan má finna upplýsingar um heiti verkefnis, fjölda íbúða, stöðu þess, göngutíma að næstu Borgarlínustoppistöð, verkefnislýsingu og tengil á kortasjá til frekari skoðunar.
Breiðhöfði 15
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Breiðhöfði
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Breiðhöfði
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Eldshöfði / Svarthöfði
Íbúða, skóla, verslunar- og þjónustusvæði við Krossamýrartorg, almenningsrýmum, borgarlínu og borgarlínustöð.
Eldshöfði / Steinhöfði
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Steinhöfði / Stórhöfði
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Steinhöfði / Stórhöfði
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Steinhöfði / Stórhöfði
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Breiðhöfði 27
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Ártúnshöfði VII
Íbúða, skóla, verslunar- og þjónustusvæði við Krossamýrartorg, almenningsrýmum, borgarlínu og borgarlínustöð.
Krossamýrartorg
Íbúða, skóla, verslunar- og þjónustusvæði við Krossamýrartorg, almenningsrýmum, borgarlínu og borgarlínustöð.
Krossamýrartorg
Umbreyting atvinnusvæðis - Íbúðir og þjónusta
Krossamýrartorg
Umbreyting atvinnusvæðis - Íbúðir og þjónusta
Ártúnshöfði III
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Ártúnshöfði V
Umbreyting atvinnusvæðis - Fjölbýli
Ártúnshöfði VI
Umbreyting atvinnusvæðis - Íbúðir og þjónusta
Hlutfall uppbyggingar húsnæðisfélaga innan borgarhlutans.
Húsnæði í kortasjá er flokkað sem „almennur markaður“ eða „húsnæðisfélög.“
Gögn eru sótt úr kortasjá, gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar Reykjavíkurborgar.
Hlutfall íbúða í byggingu og byggingaráforma í borgarhlutanum miðað við heildaruppbyggingu og áform um íbúðir í Reykjavík.
Tölurnar taka til bæði framtíðarsvæða og íbúða sem eru þegar í byggingu.
Gögn eru sótt úr kortasjá, gagnagrunni húsnæðisuppbyggingar Reykjavíkurborgar.
Áfangar í uppbyggingu þróunarreits
Áfangaskipt uppbygging Ártúnshöfða og Bryggjuhverfisins við Elliðaárvog er þegar hafin en þungamiðja framkvæmda á næstunni verður á Ártúnshöfða, með fram fyrirhugaðri Borgarlínu. Byggingarframkvæmdir hófust haustið 2023 á “Höfðanum” er gert ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar vorið 2025.
Helstu áfangar:
- 2014: Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Ártúnshöfða og Elliðaárvogs.
- 2015: Tillaga Arkís, Landslags og Verkís varð hlutskörpust í hugmyndasamkeppninni.
- 2017: Rammaskipulag samþykkt og vinna hefst við deiliskipulag minni áfanga á svæðinu, þar af eru sex á Ártúnshöfða og tvö við Elliðaárvog/Bryggjuhverfi. Stefnt að því að deiliskipulagsáætlanirnar fái BREEAM umhverfisvottun.
- 2018: Samþykkt deiliskipulag fyrir Bryggjuhverfi vestur og Bryggjuhverfi III.
- 2019: Reykjavíkurborg semur við fasteignafélögin Klasa og Heild,. Þau verða lóðarhafar á svæðum 1 og 2 á Ártúnshöfða og taka þátt mótun uppbyggingarhugmynda og kostnaði við uppbyggingu innviða á svæðunum.
- 2020: Búseti og Bjarg íbúðafélag taka höndum saman um byggingu 134 íbúða á reitum A og B í Bryggjuhverfi III. Þar af eru 108 íbúðir við Tangabryggju 1-7, Gjúkabryggju 2-6 og Beimabryggju 40 á vegum Bjargs og Félagsbústaða en 26 íbúðir við Beimabryggju 32 eru á vegum Búseta.
- 2021: Reykjavíkurborg heldur forkynningu á deiliskipulagstillögum fyrir svæði 1 og 2 á Ártúnshöfða.
- 2021-2022: Byggingu 26 íbúða fyrir Búseta lokið í Bryggjuhverfi III og bygging 108 íbúða fyrir Bjarg og Félagsbústaði er vel á vegkomin. Var hluti þeirra afhentur um haustið og þær síðustu sumarið 2022.
- 2022: Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um byggingu 224 íbúða á reitum D, G og J í Bryggjuhverfi III og vestan megin við þessa reiti liggur fyrir samþykkt deiliskipulag um byggingu 480 íbúða í Bryggjuhverfi-vestur.
- 2022: Nýtt deiliskipulag auglýst fyrir svæði 1 - Krossmýrartorg á Ártúnshöfða, sem samþykkt var í árslok 2021 í borgarstjórn Reykjavíkur.
- 2023: Skóflustunga tekin síðsumars að Eirhöfða 7, fyrsta íbúðarhúsinu á svæði 1 á Hamrinum. Framkvæmdir hófust við Eirhöfða 1 undir lok ársins.
- 2024: Framkvæmdir hafnar við byggingu hagkvæms húsnæðis, alls 103 íbúðir við Gjúkabryggju 10 (lóð G) í Bryggjuhverfi III.
- 2024: Deiliskipulag fyrir svæði 2A á Ártúnshöfða samþykkt sem heimilar byggingu hátt í 600 íbúða þar. Svæðið nær fyrst og fremst til athafnasvæðis Malbikunarstöðvarinnar og eru m.a. uppi hugmyndir um að reisa þar stóra timburbyggingu með íbúðum og þjónustu.
- 2024: Jarðvinna og uppbygging hafin á svæði 1 við Breiðhöfða 9 á Ártúnshöfða.
- 2025: Nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða 7a samþykkt í auglýsingu í ársbyrjun, sem gerir ráð fyrir að allt að 180 íbúðir rísi á reit BM Vallá við Fornalund á Ártúnshöfða. Lundurinn er gróðursælt útivistarsvæði sem verður varðveitt.
- 2025: Áætlað að ljúka byggingu íbúða við Eirhöfða 7 og hófst sala þeirra í ársbyrjun.
- 2025: Þrjár lóðir á svæði 1 á Ártúnshöfða eru byggingarhæfar; Breiðhöfði (lóð 3), Breiðhöfði 15 og Stálhöfði 2. Þess er beðið að lóðahafar hefji framkvæmdir.
Keldur
Spennandi uppbygging er fram undan á Keldnalandi þar sem nýtt borgarhverfi með tæplega 6.000 íbúðum á að rísa á næstu áratugum í vel tengdu íbúahverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og fjölbreyttra vinnustaða þar sem þúsundir munu búa og starfa.
Grafarholt - Úlfarsárdalur
Grafarholt-Úlfarsárdalur er nýjasti borgarhluti Reykjavíkur og sá þriðji stærsti að flatarmáli. Framkvæmdum er að ljúka sunnan við Leirtjörn og nýtt byggingarsvæðið er í skipulagning þar norðvestan við.
Grafarvogur
Grafarvogur er þriðji fjölmennasti borgarhluti Reykjavíkur og þar eru miklar framkvæmdir í gangi. Mest hefur verið byggt í Bryggjuhverfinu og Gufunesi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru hafnar á Ártúnshöfða.
Háaleiti - Bústaðir
Háaleiti-Bústaðir er þriðji þéttbýlasti borgarhluti Reykjavíkur og sá fimmti fjölmennasti. Uppbygging hefur verið við Útvarpshúsið, í nágrenni Borgarspítalans og framkvæmdir standa yfir á Orkureitnum.
Laugardalur
Laugardalur er fjórði þéttbýlasti borgarhluti Reykjavíkur og sá næst fjölmennasti. Mest uppbygging hefur verið á Kirkjusandi og í Vogabyggð og framkvæmdir standa einnig yfir í Skeifu og á Sigtúnsreit.
Hvar fæ ég frekar upplýsingar?
Athafnaborgin
Skráðu þig á póstlista Athafnaborgarinnar
Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík
Atvinnu- og borgarþróunarteymi
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Ráðhús Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is