Umhverfisvottaðar byggingar borgarinnar
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Áhersla verður lögð á umhverfisvottun (Svansvottun) bygginga, bæði nýbygginga og endurgerðar- og viðhaldsverkefna á árunum 2024-2025. Fiskislóð og mannvirki í Úlfarsárdal eru í BREEAM vottunarferli.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Staða: Í vinnslu
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Unnið er að fjölga umhverfisvottunum á byggingum í eigu borgarinnar. Sex umsóknir hafa verið sendar inn til Umhverfisstofnunar um Svansvottaðar endurbætur; Fífuborg, Garðaborg, Grandaborg, Hálsaborg, Hólabrekkuskóli og Vörðuskóli.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2024 | Unnið er að fjölga umhverfisvottunum á byggingum í eigu borgarinnar. Sex umsóknir hafa verið sendar inn til Umhverfisstofnunar um Svansvottaðar endurbætur; Fífuborg, Garðaborg, Grandaborg, Hálsaborg, Hólabrekkuskóli og Vörðuskóli. |
Svið innan Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.